Mikill viðbúnaður á Seltjarnarnesi vegna manns í sjónum

Mikill viðbúnaður var á Seltjarnarnesi á sjötta tímanum í dag vegna tilkynningar um mann í sjónum. Lögregla, slökkvilið og sjúkrabílar fóru á staðinn og voru þeir með bát til að aðstoða við leitina og kafara. Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út. Fljótlega kom hins vegar í ljós að maðurinn hafði komist upp úr sjónum og var heill af húfi.

32
00:24

Vinsælt í flokknum Fréttir