Óveður á Reykjanesbraut

Myndband sem Jón Ívarsson tók á ferð sinni frá Keflavík til Reykjavíkur í nótt og í morgun. Eins og sjá má þá var færðin mjög þungfær. Ekki var hægt að keyra nema mjög hægt og í fylgd snjóruðningstækis. Vegagerðin hefur nú opnað Reykjanesbrautina. Lögreglan á Suðurnesjum hvetur fólk þó til þess að sýna sérstaka tillitssemi og varúð. Mælst er til þess að menn taki ekki fram úr heldur aki rólega og af yfirvegun. Enn skefur mikið þótt ofankoma sé hætt og verst er ástandið við afleggjarana til Grindavíkur og til Voga.

2640

Vinsælt í flokknum Fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.