Gay Pride 2011

Það ljómaði allur miðbærinn um miðjan dag í gær þegar Gay Pride gangan stóð sem hæst. Fjöldi fólks lét sjá sig og þar á meðal var sjálfur borgarstjórinn, Jón Gnarr, sem sýndi stuðning sinn við jafnréttisbaráttuna með því að taka þátt í göngunni. Bjarni kvikmyndatökumaður á fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis fangaði stemninguna í miðbænum og Fannar Scheving Edwardsson klippti myndskeiðið.

4546
02:07

Vinsælt í flokknum Fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.