Kvöldfréttir Stöðvar 2: Hvað á hinsegin fólk, fatlað fólk, fólk ef erlendum uppruna og feitt fólk sameiginlegt?

„Ef við ætlum að segja að við getum bara talað um eitt í einu - bara konur á mánudgöum, lesbíur á þriðjudögum, fatlað fólk á miðvikudögum, brúnt fólk á fimmtudögum, ef við ætlum að vera þar og við höldum kannski að við séum að einfalda hlutina og tækla þá betur - þá held ég að við séum þá svolítið að smætta manneskjur og sjálfsmynd niður og það er kannski það sem við vildum gera með þessari ráðstefnu, taka þessa umræðu á annað plan og leyfa okkur að vera allt sem við erum,“ segir Freyja Haraldsdóttir, aktivisti. Grasrótarhátíðin Truflandi tilvist var haldin um helgina. Þar komu saman jaðarhópar á Íslandi til að deila reynslu sinni og sameinast í jafnréttisbaráttunni. Freyja er fötluð og hún er feministi. Hún segir flækjustigið verða annað þegar maður tilheyrir fleiri en einum jaðarhópi. Hún upplifir til dæmis að hún sé á jaðrinum hjá feministum og meðal fatlaðs fólks. Aðalfyrirlesari hátíðarinnar, Lydia Brown, tilheyrir nokkrum jaðarhópum og segir að hið mannlega felist í að viðurkenna hið mannlega í öðrum. Viðfangsefni ráðstefnunnar var að skoða hvað hinsegin fólk, fatlað fólk, fólk ef erlendum uppruna og feitt fólk eigi sameiginlegt og hvernig þessir jaðarhópar geti unnið saman. Einnig hvernig misrétti birtist þegar manneskja tilheyrir fleiri en einum jaðarsettum hópi. Þá kemur í myndver Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, formaður Samtaka um líkamsvirðingu. Kvöldfréttir Stöðvar 2 hefjast að vanda, á slaginu 18.30.

1831
00:33

Vinsælt í flokknum Fréttir