Jólasveinn mætir á Eldhúspartý FM957
Nú styttist alltaf í jólin og því ákvað jólasveinninn að koma við í Eldhúspartýi FM957 sem haldið var nú fyrr í október. Sveinki mætti með pokann fullan af gjöfum en nokkrir heppnir gestir fengu ýmist gamla eða nýja geisladiska með Skítamóral og í kjölfarið tóku þeir félagar jólalagið.