Farmers Market - Tískusýningin í heild sinni

Sýning Farmers Market á Reykjavík Fashion Festival sem fram fór í Hörpu 16.mars var mikið sjónarspil. Fyrirsæturnar gengu sýningarpallana við lifandi tónlist og fylgihlutirnir voru allt frá skíðastöfum til reiðtygja. Eins og áður á sýningum hjá Farmers Market bar stíliseringin af þar sem ull og loð var í brennipunkti. Fötunum var blandað saman á virkilega fallegan hátt og hinir ýmsu fylgihlutir spiluðu stórt hlutverk. Nýjungarnar hefðu þó mátt vera fleiri, en margar af flíkunum á sýningunni höfum við séð áður.

10206

Vinsælt í flokknum Lífið

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.