Myndband frá opnun Bauhaus

Svissneska byggingavörukeðjan Bauhaus opnaði formlega verslun sína við Vesturlandsveg klukkan átta í morgun. Öll sex hundruð bílastæði við húsið voru upptekin löngu fyrir opnunin og var mikil örtröð að komast að húsinu. Framkvæmdastjóri Bauhaus sagði í samtali við fréttastofu að áætlað væri að um fimm til sex þúsund manns hafi verið mættir. Margir komu snemma til að taka þátt í happdrætti sem verslunin stóð fyrir en aðrir vildu næla sér í tilboðsvörur svo sem grill, blóm og ljós á undan öðrum. Verslun Bauhaus er 22 þúsund fermetrar með 120 þúsund vörutegundir, upphaflega stóð til að opna verslunina árið 2008 en því var frestað vegna bankahrunsins.

13854
01:00

Vinsælt í flokknum Fréttir