CS Nostalgían - DynaMo stráfellir liðsmenn Love

CS Nostalgían heldur áfram og að þessu sinni sýnum við viðureign Love og Dc frá Skjálfta 4 | 2002. Bæði lið voru vel mönnuð á þessum tíma og skörtuðu leikmönnum á borð við DynaMo og Rocco$. Sá fyrrnefndi átti frábæran leik fyrir Dc og gjörsamlega stráfelldi liðsmenn Love á köflum. Síðarnefndi leikmaðurinn og félagar hans í Love stóðu í ströngu í þessari rimmu og áttu lítil sem engin svör gegn sterku liði Dc. Við höfum áður sýnt tvo leiki með strákunum í Dc, en þetta er í fyrsta sinn sem við sýnum leik með hinu fornfræga liði Love. Liðið var eitt af þeim bestu á upphafsárum CS á Íslandi en missti síðan dampinn eftir að Puppy og $noopy færðu sig yfir til SiC. Kortið Dust 2 er vígvöllur dagsins og við leyfum okkur að fullyrða að allir áhorfendur okkar þekki það eins og handabakið á sér. Góðar stundir. Liðsmenn Love: cruzty, LuPlebb, Playboy, Resolver, Rocco$. Liðsmenn Dc: DynaMo, sPiKe, TrAitoR, TraxX, V1rTuAL. Athugið að síðustu tvær mínútur fyrri hálfleiks vantar.

1530
26:26

Vinsælt í flokknum Rafíþróttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.