Snjó kyngdi niður í Sádí Arabíu

Afar sjaldgæf sjón blasti við íbúum borgarinnar Tabuk í Sádí Arabíu í morgun þegar snjó kyngdi niður. Eyðimörkin var snævi þakin og og ferðamenn flykktust til borgarinnar til að berja þetta fyrirbæri, snjóinn, augum. Janúarmánuður er almennt nokkuð kaldur í héraðinum sem er skammt frá landamærum Jórdaníu, en kuldinn hefur hins vegar verið óvenju mikill ár.

43
00:25

Vinsælt í flokknum Fréttir