End of Sentence - sýnishorn

Kvikmyndin End of Sentence eftir Elfar Aðalsteinsson mun opna Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík, RIFF, í ár. Hún verður heimsfrumsýnd þar þann 26. september og almennar sýningar hefjast þann 27. september. End of Sentence er vegamynd sem segir sögu feðga er legga land undir fót til að heiðra minningu móður og eiginkonu, en hennar hinsta ósk var að ösku hennar yrði dreift í lítið vatn á æskuslóðunum á Írlandi. Fjölmargir Íslendingar koma að gerð myndarinnar á borð við Ólaf Darra Ólafsson, Kristján Loðmfjörð og Evu Maríu Daníels. Þá er myndin framleidd af Sigurjóni Sighvatssyni, David Collins og Elfari Aðalsteins.

1092
02:06

Vinsælt í flokknum Íslenskar kvikmyndir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.