CS Nostalgían - Dc og DON mætast í Prodigy

CS Nostalgían er á sínum stað og í þessum þætti sýna Vísir og Andri Freyr Ríkarðsson viðureign í kortinu Prodigy. Tæknilegar stálhurðir, vísindalegar skrifstofur og loftræstikerfi af dýrari gerðinni einkenndu kortið sem minnti nokkuð á tölvuleikinn Half-Life. Eins og margir úr áhorfendahópi okkar vita þá var Counter-Strike gerður af tölvuleikjafyrirtækinu Valve, en Half-Life var þeirra fyrsti leikur og er því engin furða að áhrifin hafi skilað sér yfir. Viðureignin sem við sýnum í dag er frá Skjálfta 4 | 2002 þar sem liðin Dc og DON mættust í útsláttarkeppni. Allt var því undir í þessum leik sem var spilaður fyrir 19 árum síðan. Liðsmenn Dc: DynaMo, sPiKe, TrAitoR, TraxX, V1rTuAL. Liðsmenn DON: Cule, Gerbil, RuNNi, Sumarlidi, Surgur.

1057
36:58

Vinsælt í flokknum Rafíþróttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.