Stefnumótaheimurinn er frumskógur

"Þetta er svo breyttur heimur, getur verið mjög óþægilegur en samt svo spennandi," segir Ása Ninna Pétursdóttir sem næsta mánudag fer af stað með Makamál á Vísi. "Þegar ég var yngri, áður en ég eignaðist mann og börn var þetta mun einfaldara. Eftir skilnað lenti maður bara í einhverjum frumskógi sem maður kunni ekkert á og maður þurfi að læra að "deita" upp á nýtt." Á Makamáli munu lesendur Vísis finna viðtöl, pistla, greinar, einhleypu vikunnar, spurningu vikunnar og margt fleira og lofar Ása áhugaverðu efni á hverjum degi. Við kynnumst Ásu, skemmtilegri sögu hennar og Makamáli í Íslandi í dag.

10839
11:00

Vinsælt í flokknum Ísland í dag