Fluttu alfarið í sumarbústaðinn

Lögfræðingurinn Þóra Jónsdóttir og eiginmaður hennar fluttu alfarið í sumarbústaðinn þeirra rétt fyrir utan Reykjavík. Og við það gjörbreyttist allt þeirra líf. Þau losnuðu við stressið og álag of mikillar vinnu. Og Þóra stofnaði Hæglætishreyfinguna Slow Living. Þau losuðu sig við heila búslóð og nú nýtur fjölskyldan lífsins í sveitinni en keyrir til Reykjavíkur reglulega í vinnuna. Þau byrjuðu á að búa í smá sumarhúsi en hafa nú byggt við það mjög fallega litla viðbyggingu. Vala Matt fór fyrir Ísland í dag og heimsótti Þóru í sveitina og skoðaði bústaðinn og fræddist um hæglæti og innri ró og gleði sem henni fylgir.

22723
10:49

Vinsælt í flokknum Ísland í dag