Eitt hundrað fyrirtæki hafa þegar sótt um stuðnings- eða brúarlán

Eitt hundrað fyrirtæki hafa þegar sótt um svo kölluð stuðnings- eða brúarlán, en byrjað var að taka á móti umsóknum í gær. Lánin eru með ríkisábyrgð og ætluð litlum og meðalstórum fyrirtækjum sem orðið hafa fyrir miklu tekjufalli vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta úrræði var hluti af fyrsta aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar eftir að faraldurinn kom upp. Hægt verður að sækja um lánin til áramóta.

8
00:25

Vinsælt í flokknum Fréttir