Ísland í dag - Gunnar er nærri hundrað ára og dansar kúrekadans!

Gunnar Jónsson fyrrverandi skipstjóri er 97 ára og byrjaði að stunda líkamsrækt þegar hann var rúmlega níræður og nú stundar hann líkamsrækt meðal annars með því að dansa kúrekadansa heima hjá sér í Covid ástandinu. Gunnar er ótrúlega vel á sig kominn líkamlega og andlega og Vala Matt fór til Keflavíkur þar sem hann býr og fékk að heyra allt um það hvernig maður heldur sér svona vel nærri 100 ára. En Gunnar lítur út fyrir að vera minnst 25 árum yngri. Svo hitti Vala einnig þjálfara Gunnars hann Janus Friðrik Guðlaugsson hjá Janusi heilsueflingu sem segir Gunnar alveg einstakan því hann slái öll met og sýni að það er aldrei of seint að byrja í líkamsrækt.

4833
13:00

Vinsælt í flokknum Ísland í dag

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.