Ísland í dag - Lygileg íslensk tattú á andliti og líkama

Tattú í ótrúlegustu útfærslum og á lygilegustu stöðum á líkamanum eru gríðarlega vinsæl um þessar mundir. Vala Matt fór í Íslandi í dag og skoðaði mismunandi tattú á nokkrum þekktum einstaklingum. Svokallað Body Suit er mjög vinsælt þar sem nær allur líkaminn er þakinn tattúflúri eins og hjá hjónunum Rúnari Geirmundssyni og Eyrúnu Telmu Jónsdóttur. Borgarstjórinn fyrrverandi Jón Gnarr er með skjaldamerki Reykjavíkur á handleggnum. Friðrik Jónsson hárgreiðslumeirstari er með tattú í andlitinu og Ellý Ármannsdóttir lenti í svo miklum vandræðum við að þekja nafnið á fyrrverandi kærastanum að hún ákvað að læra sjálf að verða tattúmeistari og er að opna tattú stofu. Ævintýralegur heimur tattú listformsins skoðaður í Íslandi í dag.

275375
11:57

Vinsælt í flokknum Ísland í dag

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.