Ísland í dag - Regína Ósk fann fyrir smitskömm þegar hún veiktist af Covid

Söngkonan vinsæla Regína Ósk veiktist illa af Kórónuveirunni og er enn að kljást við eftirköstin. Hún getur enn ekki fundið neitt bragð af mat og lyktarskynið er allt í rugli, því hlutir sem lyktuðu vel hér áður finnst henni ógeðslegir í dag. Sælkerinn Regína Ósk finnur því fyrir minni lífsgæðum að geta ekki notið góðs matar. Vala Matt fór fyrir Ísland í dag og heimsótti Regínu Ósk og fékk að heyra þessa mögnuðu reynslusögu hennar og einnig talar Regína um það hvernig hún upplifði rosalega höfnunartilfinningu og fór langt niður andlega þegar hún var látin hætta snemma í keppninni Allir geta dansað á Stöð 2. En hún hafði fengið gríðarlega góða dóma hjá dómurunum og hafði alveg slegið í gegn í dansinum. Og allir samfélagsmiðlar loguðu!

4686
12:56

Vinsælt í flokknum Ísland í dag

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.