Ísland í dag - Leikur á japönsku

Thelma Rún Heimisdóttir er 26 ára gömul og nýútskrifuð leikkona úr leiklistarskóla í Japan. Thelma ólst upp í Bretlandi og hún var ekki há í loftinu þegar hana langaði til þess að verða leikkona og setti oft á tíðum upp sýningar fyrir fjölskyldumeðlimi. Sömuleiðis var Thelma ung þegar hún fékk mikinn áhuga á Japan og heillaðist hún af menningunni, sögu landsins og tungumálinu og segir það hafa verið auðvelda ákvörðun að fara þangað í leiklistarnám en hún segir jafnframt að það hafi reynt mikið á hana andlega að búa fjarri fjölskyldu og vinum í framandi landi.

2491
11:50

Vinsælt í flokknum Ísland í dag

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.