Boeing 737 Max getur flogið í Evrópu

Flugöryggisstofnun Evrópu gaf í dag græna ljósið á að Boeing 737 Max flugvélarnar geti flogið í Evrópu. Þar með er 22 mánaða banni á flugvélunum aflétt en það var sett í kjölfar tveggja flugslysa sem kostuðu þrjú hundruð fjörutíu og sex manns lífið. Flugvélarnar hafa þegar fengið leyfi til flugs í Bandaríkjunum og Brasilíu.

77
00:23

Vinsælt í flokknum Fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.