324 létust af völdum kórónuveirunnar á Spáni síðasta sólarhring

Þrjú hrundruð tuttugu og fjórir létust af völdum kórónuveirunnar á Spáni á síðasta sólarhring samkvæmt nýjum tölum frá heilbrigðisyfirvöldum. Er þetta mannskæðasti dagurinn þar hingað til. Sólarhringinn á undan voru dauðsföllin 235. Alls hafa hátt í fjórtán hundruð manns látist vegna covid-19 á Spáni. Fimmtán daga útgöngubann er í gildi á Spáni til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar.

21
00:57

Vinsælt í flokknum Fréttir