Platan í heild: Spandau Ballet - True

True er þriðja stúdíóplata bresku nýbylgjusveitarinnar Spandau Ballet og kom hún út í marsmánuði árið 1983. Platan markaði nýung í hljómi sveitarinnar sem hafði á fyrri verkum sínum verið mun tilraunakenndari . Með True tók Spandau Ballet upp fágaðri hljóm og studdist við sálar-, R&B- og djasstónlist í tónlistarsköpuninni. Platan True markaði einnig þáttaskil í vinsældum sveitarinnar, með smellum eins og "True" og "Gold". 80s hundurinn Bragi Guðmunds spilaði plötuna í heild sinni og sagði frá tilurð hennar.

96

Vinsælt í flokknum Gull Bylgjan