Betri helmingurinn með Ása - Linda & Sigurður

Í þessum 53 þætti, fékk ég til mín í stórskemmtilegt spjall leikkonuna Lindu Ásgeirsdóttur og hennar betri helming Sigurð Gunnar Gissurarson. Linda hefur verið fastagestur á skjám landsmanna í yfir 19 ár en hana ættu flestir að kannast við sem Skoppu úr hinum geysivinsælu barnaþáttum Skoppu og Skrítlu. Þær vinkonur hafa í gegnum tíðina brallað ansi margt saman en auk sjónvarpsþátta má nefna leikrit, framkomur á allskonar hátíðum og hafa þær undanfarið einnig verið með námskeið fyrir börn allt frá eins árs og uppí 6 ára þar sem þær kenna leik, dans og söng. Sigurður eða Siggi eins og hann er alltaf kallaður er menntaður viðskiptafræðingur og hefur hann undanfarin 16 ár starfað hjá Össuri, meira og minna í vörustjórnun. Þau Linda og Siggi kynntust fyrst við uppsetningu MR á skólaleikritinu þeirra, þá aðeins 16 og 17 ára gömul en Linda var þar að sjálfsögðu í sviðsljósinu og var Siggi einmitt ljósamaður í sömu sýningu. Á þeim tíma kviknaði þó engin rómantík þeirra á milli en var það ekki fyrr en 14 árum seinna að leiðir þeirra lágu aftur saman á bar í Reykjavík, Linda hafði þá verið nýbúin að fara til spákonu sem sá það fyrir að hún væri að fara að hitta mann en nefndi þó líka að hún þyrfti að kaupa sér tölvu. Það kom á daginn að á þeim tíma var Siggi einmitt að vinna við að selja tölvur og tölvubúnað svo sú spákona reyndist vera heldur betur með hlutina á hreinu og hafa þau verið saman allar götur síðan. Í þessum skemmtilega þætti ræddum við allt milli himins og jarðar meðal annars hvernig það var fyrir fjögurra manna fjölskylduna þeirra að flytjast alla leið til Ameríku, spontainious skyndi ákvarðanir sem oft leiða af sér skemmtileg ævintýri, samverustundirnar yfir morgunkaffinu, snappferðina ásamt því að þau sögðu mér fullt af skemmtilegum sögum úr þeirra sambandstíð þar á meðal þegar Linda var yfir sig spennt að taka Sigga óvænt til útlanda.

685
02:34

Vinsælt í flokknum Betri helmingurinn með Ása