Ísland í dag - Skrýtnustu jólatré norðan Alpafjalla

Vala Matt heimsótti listakonu sem býr til líklega óvenjulegustu jólatré landsins og þó víðar væri leitað. Listamaðurinn hún Heida Björnsdóttir er óhemju fjölhæf og hugmyndarík. Hún vinnur meðal annars sem ljósmyndari og svo vinnur hún einnig við skrautskrift og svo grípur hún stundum í að stílisera fyrir ýmis tilefni. En Heida er einnig menntuð í blómaskreytingum og það sést vel á heimili hennar þar sem jólaskreytingarnar eru einstaklega fallegar, margar hverjar mjög óvenjulegar og frumlegar. Og jólatrén hennar slá allt annað út því þau hafa verið mjög sérkennileg og sum alveg ævintýraleg í gegnum árin.

1718
12:07

Vinsælt í flokknum Ísland í dag

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.