Sérkennilegasti bústaður landsins

Innlit í sérkennilegan bústað. Listakonan Kjuregej Alexandra Argunova vekur alltaf athygli þar sem hún kemur og allt hennar umhverfi er töfrum líkast. Og sumarbústaðurinn hennar er engu líkur. Byggður úr Síberíu tré og Kjuregej hefur skreytt hann á ævintýralegan hátt með sérstökum flísum og fleiru sem er alveg einstaklega fallegt. Risastór heimagerður arinn er í stofunni sem Kjuregej hefur sjálf skreytt. Og baðherbergið er allt mjög óvenjulegt og Kjuregej hannaði það sjálf. Vala Matt fór í innlit í þennan sérstaka bústað og skoðaði dýrðina. Og svo hitti Vala einnig son Kjuregej, kvikmyndagerðarmanninn Ara Alexander Ergis Magnússon en hann er einmitt að vinna að heimildarmynd um móður sína. Ævintýraheimur sem gaman er að skyggnast inn í.

47254
11:20

Vinsælt í flokknum Ísland í dag