CS Nostalgían - Drekaveisla í Train

Áður en kanadíski rapparinn Drake varð heimsþekktur þá tengdu flestir íslenskir rafíþróttamenn nafnið við samnefnt Counter-Strike lið. Þónokkrar fyrirspurnir hafa borist um að sýna leik með þessu rómaða liði og ætla Vísir og Andri Freyr Ríkarðsson að svara kallinu og gott betur. CS Nostalgía vikunnar er nefnilega sannkölluð drekaveisla frá árinu 2002 í kortinu Train. Drake senti tvö lið á Skjálfta það árið og mættust þau í útsláttarkeppni. Liðsmenn Drake <33.6k>: AzureDrake, Gemini, HammerHead, Shock, TurboDrake. Liðsmenn Drake <56k>: CerebuZ, DayTripp, NoAx, PraliX, ZeroXool. CS Nostalgían fer nú í sumarfrí og þökkum við fyrir frábærar móttökur í vor. Það er nóg til á lager og við snúum aftur í haust með skemmtilegar viðureignir úr fortíðinni.

1412
30:25

Vinsælt í flokknum Rafíþróttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.