Ísland í dag - Saga Garðarsdóttir eldar aldrei á sínu heimili

Leikkonan Saga Garðarsdóttir eldar aldrei á sínu heimili en maðurinn hennar tónlistarmaðurinn og sælkerinn Snorri Helgason eldar hreinlega alltaf fyrir fjölskylduna. Saga strengdi áramótaheit um síðustu áramót þar sem hún sagðist ætla að elda þrjár máltíðir árið 2025 en hún á eftir að elda tvær máltíðir. Snorri hefur slegið í gegn með glænýrri plötu og svo er hann með Instagram síðuna Snossgæti sem er gríðarlega vinsæl þar sem hann eldar dýrindis mat og Saga kvikmyndar Snorra við eldamennskuna. Vala Matt fór fyrir Ísland í dag og heimsótti þessi skemmtilegu hjóna og fékk að heyra allt um þeirra einstaka samband og spennandi verkefni.

3385
12:28

Vinsælt í flokknum Ísland í dag