Ísland í dag - „ef þú hefur ekki menntun og þjálfun þá áttu ekki að vera með nál og sprautu í hendinni“

„Að heilbrigðisráðuneytið sé ekki búið að grípa inn í er náttúrulega alveg stórmerkilegt,“ segir Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir um þá staðreynd að ekkert regluverk sé til hér á landi um hvaða aðilar mega veita fegrunarmeðferðir með til dæmis fylliefnum, en ein heitasta tískan í dag er einmitt varafylling. Við ræðum við Jennu Huld um þá tísku og þá staðreynd að hvaða aðili sem er, óháð menntun, getur veitt meðferðir sem geta leitt af sér varanlegan skaða. Einnig ræðum við við Ómar R. Valdimarsson lögmann sem segir einstaklinga sem leita réttar síns eftir mislukkaðar fegrunarmeðferðir hjá ófaglærðum aðilum lenda á vegg og sitja að öllu leiti uppi með skaðann sem kann að hljótast og þann kostnað sem getur fylgt í kjölfar misheppnaðra meðferða hjá ófaglærðum aðilum.

3928
12:22

Vinsælt í flokknum Ísland í dag