Hussein verður ekki fluttur til Íslands fyrir aðalmeðferð

Hussein Hussein, hælisleitandi frá Írak, verður ekki fluttur til Íslands til þess að vera viðstaddur aðalmeðferð í máli hans gegn íslenska ríkinu sem fer fram í næstu viku. Hussein mun þess í stað gefa skýrslu fyrir rétti með fjarfundabúnaði. Hussein var á meðal fimmán hælisleitenda sem vísað var úr landi í síðustu viku og flogið til Grikklands með lögregluvaldi. Hussein notar hjólastól og hafa ýmis samtök, þeirra á meðal Þroskahjálp, gagnrýnt hvernig staðið var að framkvæmdinni.

1024
02:52

Vinsælt í flokknum Fréttir