Úkraínustjórn neitar að láta af hendi land til Rússa í friðarviðræðum

Úkraínustjórn ítrekaði í dag að hún neitaði alfarið að láta af hendi land til Rússa í friðarviðræðum. Slík eftirgjöf sé enda aðeins til þess fallin að auka á ofbeldið af hálfu Rússa. Eftir að Rússar náðu Mariupol hafa þeir bætt í árásir í Donbas-héruðunum. Þeir hafa fært sig frá Kharkív þar sem þeim varð lítið ágengt og hafa á síðustu dögum ráðist af miklum krafti á borgina Sévierodonetsk og aðrar þar í kring.

13
00:57

Vinsælt í flokknum Fréttir