Forsætisráðherra Breta, er talinn ætla að setja á útgöngubann

Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, er talinn ætla að boða bresku þjóðinni þau tíðindi í kvöld að sett verði á mánaðarlangt útgöngubann í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Er það von stjórnvalda að hægt verði að slaka á aðgerðum áður en jólin ganga í garð. Talið er að skólar á öllum stigum verði áfram opnir en Bretar að öðru leyti hvattir til að halda sig heima. Því hefur verið spáð að dánartíðni í Bretlandi yrði mun hærri í seinni bylgjunni en þeirri fyrri ef aðgerðir verða ekki hertar.

27
00:31

Vinsælt í flokknum Fréttir