CS Nostalgían - MurK og NeF mætast í Lan-Setrinu fyrir 20 árum síðan

CS Nostalgían snýr aftur á Vísi og að þessu sinni með sannkallaða nýársbombu í farteskinu. Í dag sýnum við nefnilega elstu upptöku sem Andri Freyr Ríkarðsson á til á lager. Um er að ræða nákvæmlega tveggja áratuga gamla viðureign MurK og NeF í kortinu Nuke. Upptakan var tekin upp þann 5. janúar 2002 í Lan-Setrinu sem var til húsa að Dalvegi 24 í Kópavogi. Spilað var CS 1.3 og er þetta fyrsta viðureignin sem við sýnum úr þeirri útgáfu. HLTV var afar slappt í útgáfunni og upptakan við fyrstu sýn varla vænleg til sýninga. Vopn leikmanna eru t.d. ósýnileg og það eru engar upplýsingar um stöðu leiksins. Andri fór því á stúfanna og sótti afar sjaldgæf forrit, sem fundust nær eingöngu á vafasömum rússneskum vefsíðum, í þeim erindagjörðum að færa upptökuna yfir í CS 1.6. Það heppnaðist að lokum og getum við því sýnt fyrstu tuttugu mínúturnar úr þessari viðureign í allri sinni dýrð. Síðari hálfleikur er því miður óaðgengilegur. Dömur mínar og herrar, þetta er gamla MurK gegn gamla NeF. Leikmennirnir Zombie og blibb eru t.a.m. ekki búnir að færa sig yfir í MurK og spila þarna fyrir hönd NeF. Ravenkettle og Ashtray standa vaktina í MurK. MrRed er í NeF. Þið áttið ykkur á þessu. Þetta er söguleg nostalgía sem svíkur engan. Liðsmenn NeF: blibb, MrRed, Shroom, SnoZ, Zombie. Liðsmenn MurK: Ashtray, Gambler, knifah, Krissi, Ravenkettle.

1674
20:06

Vinsælt í flokknum Rafíþróttir