Alþjóðlegi Downs dagurinn er í dag

Alþjóðlegi Downs dagurinn er í dag en markmið hans er að auka vitund um heilkennið og draga úr fordómum. Fulltrúar Félags áhugafólks um Downs mættu á Bessastaði og færðu forseta Íslands og forsetafrú litrík sokkapör. Hefð er fyrir því að klæðast mislitum sokkum á þessum degi til að fagna fjölbreytileikanum. Forsetinn lét ekki sitt eftir liggja og fór beint í skræpótta og ósamstæða sokkana.

369
00:43

Vinsælt í flokknum Fréttir