100 kg af kókaíni falið í sendingu

Um eitt hundrað kíló af kókaíni fundust falin í vörusendingu sem barst til landsins fyrr í mánuðinum. Eftir því sem fréttastofa kemst næst er þetta lang mesta magn sem lagt hefur verið hald á í einu á Íslandi. Fjórir voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum og úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins. Einn þeirra hefur nú verið færður í afplánun vegna annarra mála en þrír voru í dag úrskurðaðir í áframhaldandi fjögurra vikna varðhald. Að sögn lögreglu miðar rannsókn vel en málið er talið tengjast skipulagðri brotastarfsemi.

135
00:32

Vinsælt í flokknum Fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.