Ef þér líkar ekki við Paul Rudd ættirðu að fara í stórfellda sjálfskoðun

Viðkunnanlegasti leikari heims Paul Rudd (Mike Hanningan/Crap Bag úr Friends) er nú á skjám Netflix áskrifenda í glænýjum þáttum sem kallast Living with Yourself. Þar leikur hann Miles sem er ósáttur í eigin skinni og fer því í dularfulla yfirhalningu hjá vafasömum asískum vísindamönnum. Hann skilur hinsvegar ekki hvaðan á sig stendur veðrið þegar hann vaknar eftir svæfingu í grunnri gröf. Þegar hann loks kemst heim til sín er honum til forundrunar annað eintak af honum mætt á svæðið. Kemur á daginn að yfirhalningin fól í sér að ný og betri útgáfa af honum var klónuð á meðan gamla eintakinu átti að lóga. Það tókst ekki betur til en að nú situr eiginkona hans uppi með tvö eintök af Miles. Gestir og álitsgjafar Stjörnubíós að þessu sinni eru blaðamaðurinn Tómas Valgeirsson og leikarinn Bragi Árnason. Heiðar Sumarliðason er að vanda gestgjafi þáttarins. Te og kaffi býður upp á Stjörnubíó alla sunnudaga klukkan 12:00 á X977.

430
21:52

Vinsælt í flokknum Stjörnubíó

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.