Undarlegur ástarþríhyrningur nútímans

Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýjustu plötu tónlistarkonunnar Tirzah sem nefnist trip9love…??? auk þess sem spilað verður nýtt efni frá Róisín Murphy, Overmono, GKR, Gosa, James Blake, Hudson Mohawke & Nikki Nair og öðrum listamönnum. Einnig verður flutt ábreiða MUNYA af Bizarre Love Triangle eftir New Order. Straumur með Óla Dóra á slaginu 22:00 á X-inu 977.

86
1:13:23

Vinsælt í flokknum Straumur