Mesta óveður síðari ára
Reiknað er með mesta óveðri síðari ára í dag og hefur Veðurstofan í fyrsta sinn gefið út rauða viðvörun. Flug og skólahald hefur verið fellt niður og þúsundir viðbragðsaðila hafa verið virkjaðir. Almannavarnir beina því til fólks að tryggja eigur og vera ekki á ferðinni að óþörfu.