Tvö hræðileg slys í Pakistan

Tvö hræðileg slys urðu í Pakistan í dag, annars vegar mannskætt bílslys og hins vegar þegar bátur sökk. Tíu börn á milli sjö og fjórtán ára drukknuðu þegar bát hvolfdi á vatninu Tanda Dam. Ellefu börnum til viðbótar var bjargað en sex liggja þungt haldin á sjúkrahúsi. Níu barna er enn saknað. Þau voru í skólaferðalagi þegar slysið varð. Þá lést minnst fjörutíu og einn þegar rúta keyrði fram af klöpp og ofan í gljúfur þar sem kviknaði í henni. Aðeins tveir komust lífs af úr rútunni en eru þungt haldnir.

31
00:41

Vinsælt í flokknum Fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.