Ísland í dag - Ótrúleg íslensk brúðkaup

Vala Matt hefur verið að fjalla um ævintýraleg íslensk brúðkaup bæði hér heima og erlendis. Hér í seinni hlutanum skoðar Vala ævintýralegar myndir úr brúðkaupi lansliðsmannsins Gylfa Þórs og Alexöndru konu hans en þau giftu sig í ótrúlegri fegurð við vatnið Como á Ítalíu. Og svo segir athafnakonan og ljósmyndarinn Nína Björk Gunnarsdóttir frá töffaralegu og ótrúlega einföldu brúðkaupi hennar og Arons, en það var eins og klippt út úr tískublaðinu Vogue. Róbert Michael O´Neil hárgreiðslumeistari á hárgreiðslustofunni Rauðhetta & úlfurinn sýnir okkur ótrúlega einfaldar greiðslur sem við getum gert sjálf fyrir veislurnar. Og Ingileif Friðriksdóttir og María Rut Kristinsdóttir segja okkur frá dásamlega náttúrulegu og fallegu brúðkaupi þeirra sem haldið var á Flateyri úti í íslenskri náttúru.

25932
11:19

Vinsælt í flokknum Ísland í dag

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.