Atkvæðagreiðsla um Trump

Atkvæðagreiðsla í fulltrúadeild bandaríska þingsins um hvort ákæra skuli Donald Trump forseta fyrir embættisbrot á að hefjast klukkan átta í kvöld. Nærri öruggt þykir að þingið samþykki tillöguna. Trump er sakaður um uppreisnaráróður eftir að stuðningsmenn hans réðust á þinghúsið í síðustu viku og yrði fyrsti Bandaríkjaforsetinn til að vera ákærður í tvígang. Óljóst er enn hvenær málið gæti farið í dóm öldungadeildarinnar, en Trump lætur af embætti eftir viku.

43
00:32

Vinsælt í flokknum Fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.