Greta Thunberg ávarpaði mótmælendur í Lundúnum
Ungu baráttukonunni Gretu Thunberg var ákaft fagnað þegar hún ávarpaði fundargesti á mótmælum gegn aðgerðarleysi í loftslagsmálum í Lundúnum í dag. Thunberg er upphafskona hádegisverkfallanna sem ungmenni um allan heim hafa fylgt eftir. Hátt í þúsund manns hafa verið handteknir í aðgerðunum í borginni á síðustu dögum þrátt fyrir að mótmælin hafi að mestu farið friðsamlega fram.