Betri helmingurinn með Ása - Einar og Milla

Fjölmiðlamaðurinn Einar Þorsteinsson hefur verið áberandi á skjám landsmanna um árabil, bæði sem fréttamaður en einnig sem einn af stjórnendum Kastljóss en hefur hann nú sagt skilið við sjónvarpið í bili og freistar gæfunnar í borgarpólitíkinni. Það var einmitt á RÚV sem hann kynntist sínum betri helming, Millu Ósk Magnúsdóttur, en var hún einnig að vinna á fréttastofunni á þeim tíma. Milla fór einnig út í pólitík, þó aðeins á undan Einari og er hún í dag aðstoðarkona Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra en þar áður starfaði hún í menntamálaráðuneytinu við hlið Lilju Alfreðsdóttur. Það er óhætt að segja að það sé nóg um að vera hjá þeim hjónum en ásamt því að vera nýflutt & Einar í miðri kosningabaráttu eiga þau von á sínu fyrsta barni saman. Í þættinum fórum við um víðan völl og ræddum við meðal annars árin þeirra á RÚV, draumabrúðkaupið á Spáni sem breyttist í sveitabrúðkaup á Varmalandi sem breyttist í lítið brúðkaup í Hallgrímskirkju, bónorðið, kraftaverkið að verða ólétt ásamt því að þau sögðu mér margar skemmtilegar sögur úr þeirra sambandstíð, þar á meðal skemmtilegan misskilning Einars í kirkjunni þegar Milla sýndi söngvaranum óvænta athygli.

2219
02:51

Vinsælt í flokknum Betri helmingurinn með Ása

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.