Fyrsta stikla úr Reykjavík Fusion
Frumsýning á fyrstu stiklu úr væntanlegum íslenskum spennuþáttum sem heita Reykjavík Fusion og eru væntanlegir í haust. Þetta er fyrsta sjónvarpsþáttaserían frá framleiðslufyrirtækinu Act4 og kemur hugmyndin frá Herði Rúnarssyni sem skrifar seríuna ásamt Birki Blæ Ingólfssyni. Í aðalhlutverkum eru Ólafur Darri og Hera Hilmar, en í þáttunum má líka sjá stóran hóp frábærra leikara eins og Þröst Leó, Unni Birnu Backman, Góa, Þorstein Gunnarsson og fleiri. Leikstjórar seríunnar eru Samúel Bjarki Pétursson og Gunnar Páll Ólafsson.