Fleiri fréttir

Gæti reynst þungt högg að útiloka Rússa frá SWIFT

Vesturlöndin hafa undanfarna viku gripið til umfangsmikilla refsiaðgerða gegn Rússum og er nýjasta útspilið að loka fyrir aðgengi Rússa að SWIFT kerfinu svokallaða. Hagfræðingur segir að áhrifin verði líklega töluverð en hætt er við að aðgerðirnar bitni mest á almenningi. 

Versti dagur í langan tíma

Icelandair hefur lækkað mest íslenskra félaga á rauðum degi á hlutabréfamarkaði í dag. Hækkandi olíuverð bítur flugfélög - en mun væntanlega einnig bíta íslenska neytendur, þegar það ratar inn í bensínverð.

Hluta­bréfa­markaðir rauðir en olía og gull rýkur upp

Verðið á Brent Norður­sjáv­ar­ol­íu er komið upp fyrir hundrað Bandaríkjadali á tunnuna í fyrsta skipti frá árinu 2014 í kjölfar innrásar Rússa inn í Úkraínu sem talið er að geti haft áhrif á framboð olíu.

Olíuverð hækkar hratt og hefur ekki verið hærra frá 2014

Olíuverð hafði í morgun ekki verið hærra frá 2014 samhliða mjög svo aukinni spennu í Austur-Evrópu. Spennan við Úkraínu náði nýjum hæðum í gærkvöldi þegar Vladimír Pútín, forseti Rússlands, viðurkenndi sjálfstæði tveggja héraða í Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar, studdir af Rússlandi, ráða ríkjum.

Gaf sjö hundruð milljarða til góðgerðafélags

Auðjöfurinn Elon Musk gaf ónefndu góðgerðafélagi hlutabréf í bílafyrirtækinu Tesla sem þá voru um 5,7 milljarða dala virði. Gjöfina gaf hann í nóvember í fyrra yfir nokkurra daga tímabil.

Allar auglýsingar Super Bowl á einum stað

Super Bowl var í gær og LA Rams urðu meistarar NFL-deildarinnar. Það er þó fyrir mörgum aukaatriði en auk þess að vera úrslitaleikurinn í NFL-deildinni er hann einnig mjög mikilvægur fyrirtækjum og auglýsingastofum.

Sting selur réttinn að lögum sínum til Uni­ver­sal

Enski tónlistarmaðurinn Sting hefur selt réttinn að öllum lögum sínum til tónlistarrisans Universal Music Group. Um er að ræða lög sem hann gaf út bæði í eigin nafni og mikill fjöldi sem hann samdi og gaf út með sveitinni The Police.

Samsung kynnir til leiks nýja farsíma og spjaldtölvur

Tæknirisinn Samsung kynnti í dag nýju farsímalínuna Galaxy S22 og nýju spjalltölvulínuna Galaxy Tab S8. Forstjóri Samsung í Danmörku segir að nýju línurnar séu úbúnar bestu tækni sem völ er á en þær fara í sölu síðar í mánuðinum. 

Fjarlægja sögufræga brú fyrir ofursnekkju Bezos

Borgaryfirvöld í Rotterdam hafa staðfest að þau hyggist taka niður sögufræga brú í borginni, svo glæný ofursnekkja auðkýfingsins Jeff Bezos, sem er í smíðum í borginni, geti siglt burt.

Jurta­olíur hækka mest í verði

Verð jurtaolía hefur hækkað um 4,2% frá því í desember en matvöruverð hefur ekki verið hærra í nær tíu ár. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna um matvælaverð á heimsvísu. 

Skortur kemur enn niður á framleiðslu PS5

Starfsmenn Sony eiga enn í vandræðum við að framleiða nægjanlegt magn PlayStation 5 leikjatölva. Um 3,3 milljónir tölva voru seldar síðasta ársfjórðungi 2021 og í heild hefur Sony selt 17,3 milljónir leikjatölva frá því þær komu fyrst á markað.

Sjá næstu 50 fréttir