Fleiri fréttir

Atvinnuleysi á Spáni minnkaði í maí

Atvinnuleysi á Spáni minnkaði um rétt tæp 2% í maí og fór niður í 25%. Hér er hinsvegar að mestu leyti um tímabundnar ráðningar í ferðaþjónustugeira landsins að ræða fyrir sumarvertíðina.

Heimsmarkaðsverð á áli réttir úr kútnum

Heimsmarkaðsverð á áli hefur rétt aðeins úr kútnum á síðustu dögum. Verðið miðað við þriggja mánaða framvirka samninga stendur nú í 1919 dollurum á tonnið.

Krumpaði kötturinn fær eigin Hollywood mynd

Ákveðið hefur verið að gera Hollywood mynd um Krumpaða köttinn eða Grumpy Cat en þessi köttur hefur verið eitt allra vinsælasta gæludýrið á netsíðum eins og Facebook og YouTube undanfarið ár.

Telja rússnesku vetrarólympíuleikana risavaxna svikamyllu

Tveir af leiðtogum stjórnarandstöðunnar í Rússlandi segja að undirbúningur og bygging mannvirkja fyrir vetrarólympíuleikana í Sochi sé risavaxin svikamylla. Þegar hafi allt að 30 milljörðum dollara, eða um 3.600 milljörðum kr., verið stolið í tengslum við undirbúning leikanna.

Hrun í kauphöll Tyrklands vegna mótmælanna

Mótmælin í Istanbúl höfuðborg Tyrklands undanfarna daga hafa valdið hruni í kauphöll landsins í dag. Vísitala kauphallarinnar hefur lækkað um 8% í og um 15% frá því 22. maí þegar hún náði sögulegu hámarki.

IATA spáir 67% aukningu á hagnaði flugfélaga í ár

Alþjóðaflugumferðarstofnunin IATA spáir því að hagnaður flugfélaga heimsins muni aukast um 20% umfram það sem stofnunin spáði fyrir aðeins þremur mánuðum. Gangi spáin eftir mun hagnaðurinn aukast um 67% frá fyrra ári.

Góður gangur hjá McDonalds í Danmörku

Hagnaður McDonalds hamborgakeðjunnar í Danmörku í fyrra var 85 milljónir danskra kr., eða um 1,8 milljarðar kr., eftir skatta. Afkoma keðjunnar batnaði um rúmlega 6% frá fyrra ári.

Fækkun kaupmála kemur við kaunin á dönskum konum

Kaupmálum milli hjóna í Danmörku hefur snarfækkað á síðustu árum en slíkt kemur aðallega við kaunin á konum, að því er segir í frétt á vefsíðu börsen. Konurnar séu í hættu á að þurfa að herða verulega sultarólar sínar einkum þegar kemur að ellinni.

Söngvari Iron Maiden stofnar eigið flugfélag

Bruce Dickinson söngvari hljómsveitarinnar Iron Maiden er að stofna sitt eigið flugfélag. Dickinson er þekktur flugmaður og hann starfaði m.a. sem flugmaður hjá Iceland Express.

Fyrrum forstjóri MI5 í stjórn HSBC

Sir Jonathan Evans fyrrum forstjóri bresku leyniþjónustunnar MI5 hefur verið skipaður í stjórn HSBC bankans. Hann mun einnig taka sæti í sérstakri nefnd innan bankans sem á að berjast gegn fjármálaglæpum.

Ríkasta fólk heimsins verður enn ríkara

Í nýrri skýrslu sem unnin var af Boston Consulting Group um auðæfi heimsins kemur fram að ríkasta fólkið í heiminum er orðið enn ríkara en áður. Eitt prósent af íbúum jarðarinnar ræður nú yfir 39% af auðæfum heimsins.

Milljarðar Gaddafis finnast í Suður Afríku

Í ljós er komið að Muammar Gaddafi fyrrum leiðtogi Lýbíu faldi hluta af auðæfum sínum í Suður Afríku. Fundist hefur reiðufé, gull og demantar en verðmætið er talið yfir milljarður dollara eða yfir 123 milljarða kr.

Japanir hætta að selja hundamat úr íslensku langreyðarkjöti

Japanskt fyrirtæki, Michinoku Farm, hefur hætt sölu á hundamat sem framleiddur var úr kjöti af íslenskum langreyðum. Þetta var gert í kjölfar mikils þrýstings frá fjórum stórum umhverfisverndarsamtökum, þar á meðal IKAN í Japan og Environmental Investigation Agency í Bretlandi.

Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar nokkuð

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað nokkuð frá því snemma í morgun. Tunnan af Brent olíunni hefur lækkað um rúmt prósent það sem af er degi og er komin niður í rúman 101 dollara á tunnuna. Bandaríska léttolían hefur einnig lækkað um rúmt prósent og er komin niður í 92 dollara á tunnuna.

Lítil lækkun á hlutum í Alcoa á Wall Street

Fjárfestar vestan hafs hafa greinilega ekki miklar áhyggjur af því að matsfyrirtækið Moody´s lækkaði lánshæfiseinkunn Alcoa, móðurfélag Fjarðaáls, niður í ruslflokk í gærkvöldi.

Hagvöxtur Bandaríkjanna mælist 2,4%

Hagvöxtur í Bandaríkjunum mældist 2,4% á fyrsta ársfjórðungi ársins. Þetta er ívið minni vöxtur en spáð var en reiknað var með að hann yrði 2,5%.

Orkurisi sektaður um nær 50 milljarða fyrir mútugreiðslur

Franski orkurisinn Total hefur verið sektaður um tæplega 400 milljónir dollara eða tæplega 50 milljarða kr. í Bandaríkjunum fyrir mútugreiðslur. Greiðslur þessar fóru til ráðamanna í Íran í skiptum fyrir leyfi til olíuborana þar í landi.

Eminem höfðar mál gegn Facebook

Útgáfufélag tónlistarmannsins Eminem hefur höfðað mál gegn Facebook. Félagið segir að Facebook hafi notað laglínur úr laginu Under the influence í auglýsingu á ólöglegan hátt og án leyfis frá Eminem.

Annað hrun á mörkuðum í Japan

Annað hrun á rúmri viku varð á mörkuðum í Japan í nótt. Nikkei vísitalan í Tókýó féll um rúm 5%. Ástæðan var einkum veiking á gengi dollarans gagnvart jeninu sem hefur áhrif á útfluting Japana.

Alcoa dregur verulega úr framleiðslu sinni

Alcoa, móðurfélag Fjarðaáls, hefur brugðist við lækkandi álverði á heimsmarkaði og erfiðri fjárhagsstöðu með því að draga verulega úr framleiðslu sinni.

Moody´s setur Alcoa í ruslflokk

Matsfyrirtækið Moody's lækkaði lánshæfiseinkunn bandaríska álrisans Alcoa, móðurfélags Fjarðaáls, niður í ruslflokk í gær eða úr Baa3 og í Ba1 með stöðugum horfum. Ástæðan er linnulaus verðlækkun áls á alþjóðlegum mörkuðum í kjölfar offramboðs og miklar skuldir félagsins.

Rauðar tölur á helstu mörkuðum, einnig í Kauphöllinni

Rauðar tölur hafa verið ráðandi á helstu mörkuðum Evrópu í dag og reiknað er með að Dow Jones vísitalan lækki einnig þegar markaðurinn á Wall Street fer í gang nú klukkan 14.00. Kauphöllin á Íslandi er ekki undantekning hvað rauðar tölur varðar í dag.

Messuvín er á þrotum í Venesúela

Kaþólska kirkja í Venesúela hefur sent frá sér skilaboð um að messuvín sé á þrotum í landinu vegna skorts á ýmsum birgðum til að framleiða það.

Peningaþvætti sem nemur 750 milljörðum

Bandaríska netbankanum Liberty Reserve hefur verið lokað en talið er að hann hafi stundað umsvifamikið peningaþvætti sem nemur tæpum 750 milljörðum íslenskra króna.

Snjallsímaloftnetin misgóð

Fjarskiptaeftirlitsstofnanir Norðurlanda og Eystrasaltsríkja hafa með bréfi til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins farið fram á að innleiddar verði merkingar á farsímtækjum með tilliti til hæfni þeirra til að nema merki frá fjarskiptasendum.

Grænar tölur vestan og austan hafs en rauðar á Íslandi

Helstu vísitölur á Wall Street hafa hækkað töluvert eftir að markaðir voru opnaðir þar fyrir stundu. Þessar hækkanir koma í kjölfar hækkana á Evrópumörkuðum. Hér heima eru hinsvegar rauðar tölur í gangi í Kauphöllinni.

Heimsmarkaðsverð á olíu hækkar að nýju

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur farið hækkandi frá því í gærdag. Tunnan af Brent olíunni er komin í tæpa 104,5 dollara og hefur hækkað um tæp 2% síðasta sólarhringinn. Bandaríska léttolían hækkar ekki eins mikið. Tunnan af henni hefur hækkað um tæpt prósent frá í gær og stendur í tæpum 95 dollurum.

Sjá næstu 50 fréttir