Fleiri fréttir

Neyðarfundur á þingi Kýpur í dag

Neyðarfundur verður haldinn á þingi Kýpur í dag þar sem ræða á samkomulagið um neyðarlánið sem Kýpur hefur gert við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og Evrópubandalagið.

Bill Gates skammar sköllótta auðmenn

Bill Gates einn af stofnendum Microsoft og annar auðugasti maður í heimi notaði tækifærið nýlega til að húðskamma aðra auðmenn fyrir að leggja ekki nægilegt fé í lífsnauðsynlegar lyfjarannsóknir.

Mestu vandræði í 30 ár

Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn krefjast þess að innistæðueigendum í Kýpur verði gert að greiða allt upp undir 10% skatt af innistæðum sínum. Þetta verði gert að skilyrði fyrir því að Evrópusambandið veiti ríkissjóð Kýpur fjárhagsaðstoð en miklir erfiðleikar steðja að rekstri ríkissjóðs þar í landi. Til stendur að Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn veiti 10 milljarða evra, eða um 1600 milljarða króna, lán.

Kýpur fær neyðarlán

Fjármálaráðherrar Evruríkjanna og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafa komist að samkomulagi um tíu milljarða evru neyðarlán til Kýpur. Láninu fylgja hinsvegar ýmsar kvaðir sem margir telja að muni leiða til áhlaups á banka eyjunnar.

Google Reader allur

"Ástæðurnar eru tvær og einfaldar. Notkun á Google Reader hefur minnkað og fyrirtæki okkar ætlar að nýta alla sína orku í færri verkefni," segir á heimasíðu tæknirisans Google um ástæðu þess að Google Reader forritinu verði lagt á hilluna.

NIB ætlar að borga 8,5 milljarða í arð

Hagnaður Norræna fjárfestingarbankans (NIB) jókst nokkuð í fyrra miðað við árið áður. Nam hagnaðurinn 209 milljónum evra eða um 34 milljörðum króna á móti 194 milljónum evra árið áður.

Samsung stríðir aðdáendum

Það er óhætt að segja að mikil spenna sé fyrir nýjustu útgáfunni af Samsung Galaxy S4 símanum sem verður kynntur til leiks 14. mars næstkomandi.

Efnahagur Grikklands réttir úr kútnum

Efnahagur hins opinbera í Grikklandi er að rétta úr kútnum. Bráðabirgðatölur sýna að fjárlagahallinn á fyrstu tveimur mánuðum ársins var verulega minni en áætlanir gerðu ráð fyrir.

"Ég vil deyja á Mars“

"Ég vil deyja á Mars, bara ekki við lendingu.“ Þetta sagði frumkvöðullinn og auðkýfingurinn Elon Musk í ræðu sinni á SXSW tónlistar- og tæknihátíðinni í Texas um helgina.

Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar áfram

Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að lækka og er tunnan af Brent olíunni komin niður í 110 dollara. Hefur verð hennar lækkað um 0,5% frá því síðdegis á föstudag.

Hækkanir áberandi á öllum helstu mörkuðum heimsins

Gengisvísitölur hlutabréfamarkaða á öllum helstu mörkuðum heimsins hækkuðu í dag. Þannig hækkaði FTSE vísitalan breska um 0,69 prósent, CAC 40 vísitalan um 1,22 prósent og DAX vísitalan þýska um 0,59 prósent.

EVE Online í MoMa - "Markmiðið var aldrei að skapa list“

Leikjaheimi EVE Online, þekktustu afurðar íslenska tölvuleikjafyrirtækisins CCP, er nú hampað í einu virtasta listasafni veraldar, nútímalistasafninu í New York eða MoMa. Þrettán aðrir tölvuleikir taka þátt í sýningunni, þar á meðal eru Pacman, Tetris og Portal.

Ekkert lát á veislunni á Wall Street

Ekkert lát er á veislunni á Wall Street þessa dagana. Dow Jones vísitalan hefur slegið met þrjá daga í röð og í gærkvöld var hún komin í 14.330 stig.

Time Warner losar sig við Time tímaritið

Fjölmiðlarisinn Time Warner hefur ákveðið að losa sig við útgáfufélag Time tímaritsins. Auk Time heyra tímaritin Sports Illutrated, Fortune og People til útgáfunnar.

Microsoft gert að greiða 92 milljarða króna

Fyrir tæpum tveimur áratugum ákvað tæknirisinn Microsoft að dreifa stýrikerfinu Windows með innbyggðum vafra, Internet Explorer. Þessi ákvörðun hefur reynst dýrkeypt. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sektað Microsoft um rúma 92 milljarða króna fyrir að ekki kynnt neytendum í Evrópu aðra vafra en Explorer.

Dow Jones vísitalan sló met

Dow Jones vísitalan á Wall Street sló met í gærkvöldi þegar hún fór yfir 14.250 stig. Hefur vísitalan þar með slegið fyrra met sem sett var í október árið 2007.

FIH bankinn í sérstökum áhættuhópi

FIH bankinn er einn af átta bönkum sem eru í sérstökum áhættuhóp hjá danska fjármálaeftirlitinu. Þessa banka gæti skort fjármagn til að lifa af í nánustu framtíð.

Warren Buffett óhress með 15 milljarða dollara hagnað

Ofurfjárfestirinn Warren Buffett var ekki glaður yfir árangri fjárfestingarfélagsins síns Berkshire Hathaway á síðasta ári þrátt fyrir að hagnaður félagsins hafi aukist um 45% frá fyrra ári og numið tæpum 15 milljörðum dollara.

Ódýr iPhone 5 væntanlegur

Kínverskir fjölmiðlar fullyrða að ódýrari útgáfa af iPhone 5 snjallsímanum sé væntanleg á markað í Kína og víðar í Asíu á næstu mánuðum. Talið er að raftækið muni kosta um 40 þúsund krónur.

Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar áfram

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað hressilega frá því í gærkvöldi. Tunnan af Brent olíunni er komin niður í 110 dollara og hefur lækkað um rúmt prósent.

Moskva er höfuðborg milljarðamæringa heimsins

Moskva er höfuðborg milljarðamæringa heimsins, það er milljarðamæringa í dollurum talið. Í Moskvu búa 76 milljarðamæringar en næst á eftir kemur New York með 70 milljarðamæringa og síðan Hong Kong með 54 milljarðamæringa.

Sjá næstu 50 fréttir