Fleiri fréttir

Saka Anheuser-Busch um að þynna bjór sinn með vatni

Bjórdrykkjumenn í Bandaríkjunum eru komnir í mál við bruggrisann Anheuser-Busch en þeir saka hann um vörusvik, það er að hafa þynnt bjórinn með vatni og lækkað þannig áfengismagnið í honum.

Chromebook Pixel er fyrsta sanna Google-tækið

Tæknirisinn Google kynnti í dag nýjustu vöru sína, fartölvuna Chromebook Pixel. Tölvan markar þáttaskil í vöruþróun Google enda hefur fyrirtækið hingað til ekki sóst eftir því að ryðja sér til rúms sem vöruframleiðandi. Vissulega hefur Google tekið þátt í þróunarstarfi ýmissa fyrirtækja, þar á meðal Samsung og Asus, en sú þátttaka hefur þó aldrei verið jafn beinskeytt og nú.

Búast við lítilsháttar samdrætti á evrusvæðinu

Búist er við því að hagkerfið á evrusvæðinu muni dragast lítillega saman á þessu ári, samkvæmt spá framkvæmdastjórnarinnar Evrópusambandsins. Þetta sagði Olli Rehn, varaforseti framkvæmdastjórnarinnar, þegar hann kynnti efnahagsspá evruríkjanna. Talið er að samdrátturinn muni nema 0,3 prósentum en áður var talið að hagvöxtur yrði 0,1%. Aftur á móti gerir framkvæmdastjórnin ráð fyrir því að hagvöxtur verði 0,7 prósent á evrusvæðinu á síðasta ársfjórðungi.

Hagnaður Lego 180 milljarðar í fyrra

Leikfangafyrirtækið Lego í Danmörku hagnaðist um 8 milljarða danskra króna eða um 180 milljarða króna á síðasta ári. Þessi hagnaður er langt umfram væntingar sérfræðinga.

Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar skarpt

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað nokkuð skarpt undanfarin sólarhring. Verðið á Brent olíunni er komið undir 115 dollara á tunnuna. Fyrir tveimur dögum stóð verðið hinsvegar í 118 dollurum á tunnuna og hefur því lækkað um tæp 3%.

Auðmönnum fjölgar að nýju í Danmörku

Auðmönnum í Danmörku fer aftur fjölgandi. Þeir Danir sem hafa meira en ein milljónum danskra króna, eða um 23 milljónir króna, í árslaun eru nú rétt tæplega 60.000 talsins eða rúmlega 1% af þjóðinni.

Hópuppsagnir hjá DSB í Danmörku í dag

Tilkynnt verður um hópuppsagnir hjá Dönsku ríkisjárnbrautunum DSB í dag en ætlunin með þeim er að spara um einn milljarð danskra króna eða um 23 milljarða króna á ári.

Facebook varð fyrir tölvuárás

Samskiptamiðillinn Facebook varð fyrir alvarlegri tölvuárás í janúar síðastliðnum. Stjórnendur síðunnar opinberuðu þetta í gær.

Hagnaður Norwegian nær fjórfaldast milli ára

Hagnaður norska lággjaldaflugfélagsins Norwgian nam tæpum 500 milljónum norskra króna á síðasta ári eða um 10 milljörðum kr. Þetta er nærri fjórföldun á hagnaðinum miðað við fyrra ár.

Sjónvarpstæki Apple kemur í haust

Tæknirisinn Apple mun sviptahulunni af nýrri vöru í haust, sjónvarpstækinu iTV. Líklegt þykir að það verði gert á blaðamannafundi í haust en við sama tilefni verður ný og endurbætt útgáfa af Apple TV margmiðlunarspilaranum einnig kynnt til leiks.

ESB og BNA ætla í fríverslunarviðræður

Evrópusambandið og Bandaríkin ætla að hefja formlegar viðræður um fríverslunarsamning. BBC fréttastofan segir að um verði að ræða stærsta fríverslunarsamning sögunnar.

Apple þróar snjall-úr

Bandaríska stórblaðið The New York Times greindi frá því á dögunum að tæknirisinn Apple hefði í hyggju að þróa nýstárleg snjall-úr. Samkvæmt heimildarmönnum blaðsins mun úrið keyra uppfærða útgáfu af iOS-stýrikerfinu sem einnig má finna í iPhone-snjallsímanum og iPad-spjaldtölvunni.

Forsvarsmenn Barclays afvegaleiddu hluthafa

Forsvarsmenn breska Barclays bankans afvegaleiddu hluthafa og almenning þegar upplýst var um eina af stærstu fjárfestingunum í sögu bankans. Þetta sýnir úttekt sem BBC fréttastofan gerði á málinu. Bankinn tilkynnti árið 2008 að Sheikh Mansour, eigandi knattspyrnuliðsins Manchester City, hefði ákveðið að kaupa fyrir meira en 3 milljarða punda í bankanum, eða um 600 milljarða íslenskra króna. En BBC hefur nú komist að því að peningarnir komu í raun úr ríkissjóði Abu Dhabi en ekki frá sjeiknum sjálfum

Heimsmarkaðsverð á olíu hækkar áfram

Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að hækka og er verðið á tunnunni af Brent olíunni nú komið í tæplega 118 dollara. Hefur verðið ekki verið hærra síðan í fyrravor.

Sjá næstu 50 fréttir