Fleiri fréttir

The Economist: Þýska undrið

Fyrirsögnin á leiðarasíðu tímaritsins The Economist er raunar „Angela í Undralandi“ og er þar vísað til Angelu Merkel kanslara Þýskalands. Þar segir að vestræn ríki hafi réttilega dáðst að kínverska efnahagsundrinu. Hinsvegar hafi þau gefið minni gaum að hinu nýja þýska Wirtchaftswunder.

ISS í dönsku kauphöllina, stærsta skráningin í 16 ár

Hreingerningarisinn ISS verður skráður í dönsku kauphöllina á næstunni og verður þar um að ræða stærstu nýskráningu félags á síðustu 16 árum í Danmörku. Talið er að núverandi eigendur ISS fái um 13,3 milljarða danskra kr. eða rúmlega 280 milljarða kr. í sinn hlut.

Sjö látnir víkja í fyrra

Fjármálaeftirlit Danmerkur krafðist þess sjö sinnum á síðasta ári að yfirmanni í fjármálageiranum yrði vikið úr starfi, að því er fram kemur í frétt Berlingske Tidende. Þrír í þessum hópi voru bankastjórar og hafa nú allir horfið til annarra starfa, eftir því sem Berlingske hefur eftir Fjármálaeftirlitinu ytra. Eftirlitið fékk í júlíbyrjun í fyrra auknar heimildir til að knýja á um breytingar hjá fjármálafyrirtækjum í tilvikum þar sem vafi lék á hæfi stjórnenda.

Lars von Trier selur þekktan húsbíl sinn

Danski leikstjórinn Lars von Trier hefur sett þekktan húsbíl sinn til sölu á eBay. Leikstjórinn vill fá 150.000 dollara eða 17,5 milljónir kr. fyrir gripinn þótt hann sé orðinn meir en tíu ára gamall.

Mærsk hefur lært að lifa með mafíunni í New York

Danska skipafélagið Mærsk rekur risavaxna gámahöfn í Port Elizabeth í New Jersey og hefur þurft að læra að lifa með mafíunni í New York. Hafnirnar í New York og New Jersey eru áhrifasvæði mafíunnar og þá einkum Genovese fjölskyldunnar.

Moody´s setur lánshæfi FIH bankans í ruslflokk

Matsfyrirtækið Moody´s hefur sett lánshæfiseinkunn FIH bankans í Danmörku í ruslflokk. Einkunn var lækkuð úr Baa3 og niður í Ba1 með neikvæðum horfum. Eins og kunnugt er af fréttum frá í morgun hefur Moody´s lækkað lánshæfiseinkunnir fimm danskra banka.

Hagnaður móðurfélags Norðuráls 7 milljarðar í fyrra

Century Aluminium, móðurfélag Norðuráls, skilaði 60 milljóna dollara eða um 7 milljarða kr. hagnaði á síðasta ári. Þetta er gífurlegur viðsnúningur frá fyrra ári þegar félagið tapaði 206 milljónum dollara.

Moody´s lækkar lánshæfið hjá fimm dönskum bönkum

Matsfyrirtækið Moody´s hefur lækkað lánshæfiseinkunnir hjá fimm dönskum bönkum í framhaldi af gjaldþroti Amagerbanken. Meðal þeirra eru Danske Bank og FIH bankinn sem var áður í íslenskri eigu.

Usmanov orðinn þriðji auðugasti Rússinn

Alisher Usmanov, fyrrum viðskiptafélagi Kaupþings, er kominn í þriðja sætið yfir auðugustu Rússana. Þetta kemur fram í tímaritinu Finans sem birt hefur nýjan lista yfir auðugustu menn Rússlands. Athygli vekur að Roman Abramovich er ekki lengur í einu af þremur toppsætunum.

Magma tapaði milljarði á öðrum ársfjórðungi

Magma Energy skilaði tapi upp á 9,1 milljón dollara eða ríflega milljarði kr. eftir skatta og afskriftir á öðrum ársfjórðungi yfirstandandi reikningsárs félagsins en fjórðungnum lauk um áramótin. Þetta er töluvert verri niðurstaða en á sama tímabili árið áður þegar tapið nam 5,2 milljónum dollara.

Hrunadansinn við Tchenguiz bræður kostaði 370 milljarða

Breska blaðið The Guardian fjallar ítarlega í dag um viðskipti þeirra Tchenguiz bræðra við Kaupþing undir fyrirsögninni „Hvernig skuldadans Kaupþings við Tchenguiz bræðurna endaði með 2 milljarða punda hruni.“ Upphæðin samsvarar ríflega 370 milljörðum kr.

Rómantískir kapitalistar eða er þetta tilviljun?

Hinn 14. febrúar er yfirleitt góður dagur fyrir blómasala og konfektbúðir enda um Valintínusadaginn að ræða. Þessi dagur virðist einnig vera dagur þeirra sem fjárfesta í hlutabréfum.

Obama ætlar að skera niður um 1.100 milljarða dollara

Barack Obama bandaríkjaforseti hefur kynnt fjárlög sín fyrir árið 2012. Í þeim boðar forsetinn að ríkisútgjöldin verði skorin niður um 1.100 milljarða dollara eða um 130.000 milljarða kr. á næstu tíu árum. Repúblikanar segja þetta ekki nægilega mikinn niðurskurð.

Flótti Mubaraks olli verðlækkunum á olíu

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur ekki verið lægra undanfarnar tíu vikur. Verð á WTI olíunni í New York er komið niður í 85,6 dollara á tunnuna og hefur ekki verið lægra síðan 10. nóvember. Ástæðan fyrir þessu er flótti Hosni Mubarak forseta Egyptalands úr embætti sínu fyrir helgina.

Vogunarsjóðir halda hveitiverðinu háu

Vogunarsjóðir hafa aukið við stöður sínar á hveitimarkaðinum þannig að heimsmarkaðsverð á hveiti er orðið það hæsta síðan árið 2007. Þetta kemur fram í frétt á Bloomberg fréttaveitunni.

Ofurútgáfa af Range Rover kostar 50 milljónir

Range Rover verksmiðjurnar munu í næsta mánuði kynna nýja útgáfu jeppans sem ber heitið Range Rover Autobiography Ultimate Edition. Þessi ofurútgáfa af jeppanum verður aðeins smíðuð í 500 klæðskerasaumuðum eintökum og reikna má með að kominn götuna á Íslandi kosti gripurinn yfir 50 milljónir kr.

Bretar vilja frysta eigur Mubaraks

Skorað hefur verið á bresk stjórnvöld að frysta allar eigur Hosni Mubaraks, fyrrverandi forseta Egyptalands, sem hann á í Bretlandi. Breski fréttavefurinn Daily Mail segir að efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, The Serious Fraud Office, leiti nú að miklum verðmætum sem Mubarak og fjölskylda hans komu út úr Egyptalandi í tíð þrjátíu ára

Stjórn Amagerbanken kærð til lögreglunnar

Jens Hintze, hluthafi í Amagerbanken, hefur kært stjórn bankans til lögreglunnar. Hintze tapaði rúmlega 127.000 dönskum kr. eða um 2,7 milljón kr. á gjaldþroti Amagerbanken.

Boeing kynnir nýja Júmbó þotu

Boeing flugvélaverksmiðjurnar kynntu nýja gerð af Júmbó þotum um helgina, rúmlega 40 árum frá því að fyrsta Júmbó þotan fór á loft. Með nýju þotunni ætla stjórnendur Boeing að reyna að vinna aftur þann dýrðarljóma sem lék um fyrstu Júmbó þoturnar.

Kaupþing eignast aflandsfélög Tchenguiz bróður

Flókið net aflandsfélaga sem Vincent bróðir Róbert Tchenguiz stofnaði á sínum tíma undir fasteignaverkefni sín í Bretlandi er komið í hendur skilanefndar Kaupþings. Verðmæti hluta í þessum félögum var metið á 220 milljónir punda eða rúmlega 41 milljarður kr. fyrir tveimur árum.

Opinbert: Kína siglir framúr Japan

Japan hefur tapað stöðu sinni sem annað stærsta efnahagsveldi heimsins. Kína hefur nú tekið þá stöðu opinberlega, þ.e. samkvæmt hagtölum, en þrálátar fréttir hafa birst á seinni part síðasta árs að þetta væri í raun staðan.

Gífurlegar hópuppsagnir framundan hjá Nokia

Gífurlegar hópuppsagnir eru framundan hjá Nokia í framhaldi af umfangsmiklum samstarfssamningi sem fyrirtækið hefur gert við Microsoft. Um er að ræða að fleiri þúsund manns muni missa vinnu sina að því er segir í frétt um málið á business.dk.

Metsala á Ferrari bílum í fyrra

Ítölsku sportbílaverksmiðjurnar Ferrari áttu gott ár í fyrra og seldist metfjöldi af Ferrari bílum það ár. Alls voru 6.573 Ferrari seldir á heimsvísu sem er um 8% aukning frá árinu áður.

Nokia og Microsoft í stríð við Android og iPhone

Nokia og Microsoft hafa náð samkomulagi um samvinnu við gerð nýs og hraðvirkari snjallsíma. Með því ætlar Nokia að reyna að vinna aftur tapaða markaði í hendur Android og iPhone.

FIH bankinn skilaði 6,6 milljarða hagnaði í fyrra

FIH bankinn í Danmörku skilaði hagnaði upp á 316 milljónir danskra kr. eða um 6,6 milljörðum kr. fyrir skatt í fyrra. Fjórði ársfjórðungur ársins var hinsvegar afleit upplifun fyrir bankann sem tapaði 230 milljónum danskra kr. á því tímabili.

Olíuverðið ekki hærra frá því fyrir hrun

Olíuverð hefur haldist hátt það sem af er degi á alþjóðamörkuðum eftir allsnarpa hækkun í gær. Þegar þetta er ritað er viðmiðunarverð á Brent-hráolíu 101,3 dollarar á tunnuna, og hefur olíuverð ekki verið svo hátt frá haustdögum árið 2008.

Verður stærsta kauphöll heims

Stjórnendur NYSE Euronext-kauphallarsamstæðunnar og Deutsche Börse, þýsku kauphallarinnar, greindu frá því í gær að samrunaviðræður væru í gangi. Skili þær tilætluðum árangri verður til stærsti hlutabréfamarkaður í heimi.

Skipasmiðir tapa 35 milljörðum á ofursnekkju

Sagan um Eclipce stærstu ofursnekkju heims líkist æ meir nútíma lúxusharmleik en þessi fljótandi höll er í eigu Roman Abramovitch. Nú er komið í ljós að þýska skipasmíðastöðin Blohm & Voss, sem tóku að sér smíði Eclipse, muni tapa um 300 milljónum dollara eða um 35 milljörðum kr. á verkinu.

Danske Bank sækir 420 milljarða í hlutafjárútboði

Danske Bank ætlar að sækja sér 20 milljarða danskra kr. eða ríflega 420 milljarða kr. í nýju hlutafjárútboði á fyrri helming þessa árs. Þetta kom fram á kynningu á ársuppgjöri bankans fyrir síðasta ár.

Hörð gagnrýni á AGS frá endurskoðendum sjóðsins

Sjálfstæðir endurskoðendur/matsmenn (IEO) Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) gagnrýna sjóðinn harðlega fyrir að hafa ekki séð fjármálakreppuna fyrir árið 2007. Meðal annars er gagnrýnt að í skýrslu sinni um Ísland árið 2007 hafi AGS ekki einbeitt sér að þeirri staðreynd að stærð bankakerfis landsins var orðin 1.000% af landsframleiðslu þess.

Hagnaður Rio Tinto nam 1.650 milljörðum í fyrra

Námurisinn Rio Tinto, móðurfélag álversins í Straumsvík, hagnaðist um 14,3 milljarða dollara á síðasta ári eða ríflega 1.650 milljarða kr. Þetta er nær þreföldun á hagnaði miðað við árið áður þegar hann nam 4,9 milljörðum dollara.

Danir gætu þurft að taka upp evru

„Svo gæti farið að á næstunni þurfi Danmörk að endurskoða afstöðu sína til evrunnar,“ sagði Lars Løkke Rasmus­sen, forsætisráðherra Danmerkur, í umræðum á danska þjóðþinginu í gær.

Stórt innherjasvikamál upplýst á Wall Street

Rannsókn á stóru innherjasvikamáli á Wall Street hefur leitt til handtöku fjögurra manna. Einn er greinandi en þrír voru forstjórar vogunarsjóða, þar af tveir frá milljarðasjóðnum SAC Capital.

Boða nýja kynslóð af iPad

Apple er byrjað að undirbúa framleiðslu á næstu kynslóð af iPad, eftir því sem fram kemur í Wall Street Journal. Nýja útgáfan fær heitið iPad 2 og mun samkvæmt upplýsingum blaðsins vera með innbygða myndavél og vinnslan verður hraðari en í fyrstu útgáfunni.

Kröfur um að Danske Bank stórauki eigið fé sitt

Meirihluti mun vera fyrir því á danska þinginu að Danske Bank verði gert að stórauka eigið fé sitt. Rætt hefur verið um að eiginfjárhlutfall bankans verði hækkað um 2 til 3 prósentustig sem myndi þýða um 16 til 24 milljarða danskra kr. eða allt að 500 milljarða kr.

Statoil veldur vonbrigðum, hlutabréf falla í verði

Uppgjör norska olíurisans Statoil fyrir fjórða ársfjórðung á síðasta ári hefur valdið vonbrigðum. Hagnaðurinn var nokkuð undir væntingum fjárfesta og hefur niðurstaðan valdið því að hlutir í félaginu hafa lækkað um 3% í morgun. Sú lækkun leiddi til þess að vísitalan í kauphöllinni í Osló hóf daginn í rauðum lit.

Olíubirgðir Saudi Arabíu ekki nægar til verðlækkanna

Samkvæmt skjölum sem WikiLeaks hefur sett á vefinn telja bandarískir embættismenn að Saudi Arabar eigi ekki nægilega miklar olíubirgðir til að halda olíuverðinu niðri. Raunar telja þeir að birgðirnar, það er óunnin olía í landinu, séu ofmetnar um 40% sem samsvarar 300 milljörðum tunna af olíu.

SAS tapaði 54 milljörðum í fyrra

SAS flugfélagið skilaði 3 milljarða sænskra kr. eða 54 milljarða kr. tapi á síðasta ári. Eldgosið í Eyjafjallajökli var flugfélaginu þungt í skauti en um 700 milljón sænskra kr. af tapinu má rekja til gossins.

Kínverjar hækka stýrivexti vegna verðbólgu

Kínverjar hafa hækkað stýrivexti sína í annað sinn á síðustu sex vikum. Ástæðan er barátta þarlendra stjórnvalda við vaxandi verðbólguþrýsing í landinu. Vextirnir voru hækkaðir um 0,25 prósentur eins og síðast og eru vextirnir þá komnir í 3%.

Viðskiptajöfnuður Danmerkur 2.000 milljarðar í plús

Viðskiptajöfnuður Danmerkur á síðasta ári sló öll fyrri met. Viðskiptajöfnuðurinn var hagstæður um 93,6 milljarða danskra kr. eða tæplega 2.000 milljarða kr. Fyrra met í afgangi á viðskiptajöfnuðinum í Danmörku var sett árið 2005 en þá var hann hagstæður um rúma 67 milljarða danskra kr.

Varað við fleiri bankagjaldþrotum í Danmörku

Fjármálaeftirlit Danmerkur hefur varað við því að fleiri bankagjaldþrot séu í farvatninu í kjölfar þess að Amagerbanken féll með hvelli um helgina. Raunar hefur Amagerbanken þegar dregið lítinn sparisjóð, Sparekassen Midtfjord, með sér í fallinu.

Sjá næstu 50 fréttir