Fleiri fréttir

Samráð um verð á vinnsluminnum

Samkeppnisyfirvöld í Bandaríkjunum rannsaka nú hvort suður-kóreska hátækniframleiðandinn Samsung og bandaríska fyrirtækið Cypress Semiconductor hafi haft með sér samráð um verðlagningu á vinnsluminnum af gerðinni SRAM, sem þau seldu Sony á síðasta ári. Talsmenn Sony segja að fyrirtækið muni vinna með yfirvöldum að lausn málsins.

Peugeotbílar innkallaðir í Danmörku

Frönsku bílaframleiðendurnir hjá Peugeot hafa ákveðið að innkalla 10.500 bíla af gerðinni Peugeot 307 í Danmörku vegna galla í bremsukerfi. Bílarnir, sem voru framleiddir á árunum 2003 til 2005, eru mest seldur bílarnir í Danaveldi.

Líkur á óbreyttum vöxtum í Japan

Seðlabanki Japans ákveður á morgun hvort breytingar verði gerðar á stýrivöxtum í landinu. Greiningardeild Landsbankans segir líklegast að bankinn haldi vöxtum óbreyttum.

Hráolíuverð lækkaði

Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði um rúman bandaríkjadal á helstu fjármálamörkuðum í dag á meðan fjárfestar bíða þess að OPEC, samtök olíuútflutningsríkja, láta verða af því að draga úr olíuframleiðslu.

Nýtt met á Indlandi

Indverska hlutabréfavísitalan Sensex sló met enn á ný í dag þegar gengi vísitölunnar rauf 13.000 stiga múrinn. Gengi hlutabréfa hækkaði nokkuð, eða um 0,77 prósent, en gengi bréfa í fjármála- og tæknifyrirtækjum hækkaði mest.

1,6 prósenta hagvöxtur vestanhafs

Hagvöxtur í Bandaríkjunum mældist 1,6 prósent á þriðja ársfjórðungi og hefur ekki verið lægri í þrjú ár. Samkvæmt upplýsingum frá viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna er lækkunin að mestu tilkomin vegna lægðar á fasteignamarkaði á tímabilinu.

Taprekstur hjá Newcastle

Breska knattspyrnufélagið Newcastle skilaði 12 milljóna punda eða 1,5 milljarða króna tapi á síðustu leiktíð. Tapið er að mestu tilkomið vegna minni aðsóknar í kjölfar þess að liðið komst ekki áfram í Evrópukeppni félagsliða.

Microsoft skilaði óvænt auknum hagnaði

Bandaríski hugbúnaðarrisinn Microsoft skilaði 3,48 milljarða dala hagnaði á þriðja fjórðungi ársins. Þetta jafngildir ríflega 237 milljörðum íslenskra króna, sem er nokkuð meira en greiningaraðilar spáðu. Þeir bjuggust við að tafir á útgáfu Windows Vista, nýjasta stýrikerfi Microsoft, myndu draga úr hagnaði fyrirtækisins.

Virgin Atlantic setur Airbus á salt

Breska flugfélagið Virgin Atlantic hefur ákveðið að fresta kaupum á A380 risaþotum frá Airbus. Flugfélagið ætlaði upphaflega að kaupa sex nýja risaþotur, sem eru þær stærstu í heimi, og fá þær afhentar árið 2009. Í dag var hins vegar greint frá því að afhending frestist fram til 2013.

Hráolíuverð á uppleið

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði lítillega á helstu fjármörkuðum í dag í kjölfar minni olíubirgða í Bandaríkjunum en búist hafði verið við og ákvörðunar samtaka olíuútflutningsríkja, OPEC, að draga úr olíuframleiðslu.

Ýjaði að hækkun stýrivaxta

Jean-Claude Trichet, bankastjóri evrópska seðlabankans, gaf í skyn í dag að bankinn gæti hækkað stýrivexti á evrusvæðinu á næstunni verði áframhaldandi hagvöxtur á svæðinu.

Hagnaður Shell umfram væntingar

Olíufélagið Shell skilaði 6,9 milljörðum bandaríkjadala í hagnað á þriðja fjórðungi ársins. Þetta svarar til 471 milljarðs íslenskra króna og talsvert meira en greiningaraðilar höfðu reiknað með. Til samanburðar nam hagnaðurinn 7,2 milljörðum dala eða 491,5 milljörðum dala á síðasta ári.

Hagnaður Boeing dregst saman

Bandaríska flugvélasmiðjan Boeing skilaði 694 milljóna dala eða ríflega 47 milljarða króna hagnaði á þriðja fjórðungi ársins. Þetta er um 30 prósenta samdráttur á milli ára en á sama tíma í fyrra nam hagnaður fyrirtækisins rétt rúmlega 1 milljarði dala eða 68 milljörðum íslenskra króna.

Afkoma DaimlerChrysler umfram væntingar

Þýsk-bandaríski bílaframleiðandinn DaimlerChrysler skilaði 892 milljóna evra hagnaði á þriðja ársfjórðungi eða sem svarar til 76,6 milljarða íslenskra króna. Þetta er betri afkoma en greiningaraðilar bjuggust við og 37 milljón evrum eða tæplega 3,2 milljörðum krónum betri afkoma en á síðasta ári.

Betri afkoma hjá GM

Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors skilaði 115 milljóna dala taprekstri á þriðja fjórðungi ársins. Þetta svarar til 7,8 milljarða íslenskra króna taprekstrar á tímabilinu sem er talsvert betri afkoma en greiningaraðilar höfðu reiknað með. Þá er þetta umtalsvert betri afkoma en fyrir ári þegar fyrirtækið tapaði 1,7 milljörðum dala eða rúmlega 116 milljörðum króna.

Búist við óbreyttum vöxtum í Bandaríkjunum

Seðlabanki Bandaríkjanna greinir frá ákvörðun sinni um breytingar á stýrivaxtastigi í landinu síðar í dag. Greiningaraðilar á Wall Street í Bandaríkjunum telja flestir líkur á óbreyttum vöxtum en segja bankann munu fylgjast grannt með verðbólguþróun.

Afkoma Aker Seafoods snýst við

Norska útgerðarfélagið Aker Seafoods skilaði 39 milljónum norska króna í hagnað á þriðja fjórðungi ársins. Þetta svarar til rúmlega 401 milljóna íslenskra króna og nokkur viðsnúningur frá sama tíma fyrir ári þegar félagið skilaði tapi upp á 8 milljónir norskra króna eða tæplega 82,5 milljóna íslenskra króna.

Hagnaður Amazon.com yfir væntingum

Bandaríska netverslunin Amazon.com skilaði 19 milljóna bandaríkjadala hagnaði á þriðja ársfjórðungi. Þetta svarar til 1,3 milljarða íslenskra króna og rétt tæplega helmingi minni hagnaður en á sama tíma í fyrra. Hagnaðurinn á þriðja fjórðungi síðasta árs nam 30 milljónum dala, jafnvirði 2 milljarða króna. Hagnaðurinn er meiri en greiningaraðilar bjuggust við.

Bretar vilja óbreytta stýrivexti

Hópur breskra hagfræðinga hvetur peningamálanefnd Englandsbanka til að halda stýrivöxtum í Bretlandi óbreyttum. Nefndin fundar í vikunni í en greinir frá því á fimmtudag hvort stýrivextir verði óbreyttir eður ei.

Hagnaður BP jókst um 58 prósent

Hagnaður olíurisans BP nam 6,23 milljörðum bandaríkjadala eða tæpum 430 milljörðum íslenskra króna á þriðja ársfjórðungi. Þetta er 3,6 prósenta samdráttur á milli ára. Hagnaður fyrir skatta nam hins vegar 6,9 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði tæpra 476 milljarða íslenskra króna, en það er 58 prósenta aukinga á milli ára. Helsta skýringin á auknum hagnaði liggur í sölu á eignum.

Enronstjóri fékk 24 ára dóm

Jeffrey Skilling, fyrrum forstjóri bandaríska orkurisans Enron, hlaut 24 ára fangelsisdóm fyrir bókhalds- og innherjasvik í Houston í Texas í Bandaríkjunum í dag. Skilling var í maí síðastliðnum fundinn sekur um aðild að umfangsmiklum bókhaldssvikum, sem leiddu til gjaldþrots Enron árið 2001.

Olíuverðið lækkar á ný

Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór niður fyrir 59 dali á tunnu á helstu fjármálamörkuðum í dag í kjölfar efasemda um að einhugur sé hjá aðildarríkjum samtaka olíuútflutningsríkja, OPEC, að minnka olíuframleiðslu um rúma milljón tunnur af hráolíu á dag til að sporna gegn verðlækkunum á svarta gullinu.

Tap Ford stóreykst milli ára

Bandaríski bílaframleiðandinn Ford skilaði 5,8 milljarða dala tapi á þriðja fjórðungi ársins. Þetta jafngildir 400 milljörðum íslenskra króna og er 30 sinnum meira tap en á sama tíma fyrir ári. Ef kostnaður vegna uppsagna starfsmanna og önnur hagræðing er undanskilin taprekstrinum þá nemur tapið 1,2 milljörðum dala eða tæpum 83 milljörðum króna.

Ryanair birtir yfirtökutilboð í Aer Lingus

Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair birtir í dag með formlegum hætti óvinveitt yfirtökutilboð sitt í írska flugfélagið Aer Lingus. Michael O'Leary, forstjóri Ryanair, varar hluthafa í Aer Lingus við því að gengi bréfa þeirra í félaginu muni lækka taki þeir ekki tilboðinu.

Dæmt í Enronmálinu

Dómur verður kveðinn upp í dag í máli Jeffrey Skilling, fyrrum forstjóra bandaríska orkurisans Enrons, sem varð gjaldþrota árið 2001. Skilling var fundinn sekur um 19 brot, þar á meðal bókhalds- og innherjasvik með það fyrir augum að fela tap orkufyrirtækisins og gæti átt yfir höfði sér á milli 20 til 30 ára fangelsisdóm auk greiðslu sektar.

Uppsagnir hjá EADS

Stjórn EADS, móðurfélags evrópska flugvélaframleiðandans Airbus, hefur ákveðið að segja upp 66 starfsmönnum hjá höfuðstöðvum EADS í Munchen í Þýskalandi og í París í Frakklandi. Sömuleiðis verða launahækkanir æðstu stjórnenda móðurfélagsins settar á salt í bili.

BBC flytur verkþætti til Indlands

Breska ríkisútvarpið, BBC, hefur ákveðið að útvista hluta af starfsemi sinni á Indlandi. Með aðgerðinni er horft til þess að spara um 20 milljónir punda, tæplega 2,6 milljarða krónur, á næstu tíu árum.

Spáir 6,8 prósenta hagvexti í Rússlandi

Alexei Ulyukayev, bankastjóri rússneska seðlabankans, sagði á ráðstefnu um rússnesk efnahagsmál í dag að hagvöxtur í Rússlandi verði um 6,8 prósent á þessu ári. Helsti vöxturinn er í fjárfestingarstefsemi í landinu.

OPEC dregur úr olíuframleiðslu

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði lítillega á helstu fjármálamörkuðum í dag í kjölfar þess að samtök olíuútflutningsríkja, OPEC, ákvað á fundi sínum í arabaríkinu Katar í dag að minnka olíuframleiðslu um 1,2 milljónir tunna á dag strax í næsta mánuði til að sporna gegn verðlækkunum á hráolíu. Þetta er 200.000 tunnum meira en búist var við.

Lánshæfi ítalska ríkisins lækkar

Alþjóðlegu matsfyrirtækin Standard & Poor´s og Fitch Ratings lækkuðu í gær lánshæfismat Ítalska ríkisins. Ástæður lækkunarinnar eru há skuldastaða hins opinbera og mikill viðskiptahalli á Ítalíu.

Stærsta útboð sögunnar

Fjárfestar skráðu sig fyrir bréfum í kínverska iðnaðar- og viðskiptabankanum, sem er einn sá stærsti í Kína og í eigu ríkisins, fyrir jafnvirði 19 milljarða bandaríkjadala, eða 1.297 milljarða íslenskra króna, að markaðsvirði í almennu hlutafjárútboði í dag. Þetta er stærsta útboð sögunnar. Bankinn verður skráður á markað í Hong Kong og Kína í lok mánaðarins.

Saxbygg kaupir í Steni í Noregi Fjárfestingin býður upp á mikla markaðssókn.

Saxbygg hefur eignast kjölfestuhlut í eignarhaldsfélagi utan um Steni sem framleiðir húsaklæðningar fyrir byggingariðnaðinn í Evrópu, Bandaríkjunum og Kanada. Félagið er með sterka stöðu á Íslandi og á hinum Norðurlöndunum, einkum á heimamarkaði í Noregi þar sem fjörutíu prósent sölunnar verða til.

Sony-Ericsson sækir í sig veðrið

Greiningardeild Landsbankans segir samkeppni hafa aukist á ný á farsímamarkaði eftir að stærstu framleiðendur farsíma skiluðu uppgjörum sínum. Hagnaður stærstu fyrirtækjanna minnkaði á milli ára en Sony-Ericsson sækir í sig veðrið.

Mikil hækkun á gengi Apple

Gengi bandaríska tækniframleiðandans Apple Computers hækkaði um 6 prósent á markaði vestanhafs í dag í kjölfar þess að fyrirtækið greindi í gær frá góðri afkomu á síðasta fjórðungi ársins, sem er fjórði fjórðungur ársins í rekstrarreikningi félagsins. Góð afkoma er að þakka mikil sala á Macintoshtölvum og iPod-spilurum.

Samdráttur hjá Nokia

Hagnaður finnska farsímaframleiðandans dróst saman á milli ára þrátt fyrir aukna sölu á ódýrum gerðum farsíma á nýmörkuðum í Asíu og Suður-Ameríku. Ástæðan eru verðlækkanir á flestum gerðum farsíma. Afkoman er undir væntingum greiningaraðila.

Hagnaður í skyndibitanum

Hagnaður bandarísku skyndibitakeðjunnar McDonald's, sem er ein sú stærsta í heimi, nam 843,3 milljónum bandaríkjadala, eða 57,6 milljörðum íslenskra króna, á þriðja fjórðungi ársins. Þetta er 17 prósenta aukning frá sama tíma í fyrra. Helsta ástæðan fyrir aukningunni er betri sala í Evrópu og Bandaríkjunum.

Hagnaður Nasdaq jókst um 70 prósent

Hagnaður bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq jókst um tæp 70 prósent á þriðja fjórðungi ársins. Hagnaðurinn nam 30,2 milljónum bandaríkjadala, um 2 milljörðum króna, en rekstrarár markaðarins einkenndist af kaupum í öðrum mörkuðum jafnt í Bandaríkjunum sem í Bretlandi og aukinni markaðshlutdeild.

Aukinn hagnaður hjá Coca Cola

Bandaríski gosdrykkjaframleiðandinn Coca-Cola skilaði 1,46 milljarða dala hagnaði á þriðja fjórðungi ársins. Þetta svarar til tæplega 100 milljarða króna hagnaðar á tímabilinu. Á sama tíma í fyrra nam hagnaðurinn 1,28 milljörðum dala eða 87,4 milljörðum íslenskra króna. Helsta ástæðan fyrir auknum hagnaði er meiri sala á nýjum mörkuðum Coca-Cola í Brasilíu og í Rússlandi.

Dow Jones í sögulegu hámarki

Bandaríska hlutabréfavísitalan Dow Jones náði sögulegu hámarki þegar hún rauf 12.000 stiga múrinn á markaði í New York í Bandaríkjunum í morgun.

Líkur á vaxtahækkun í Bretlandi

Miklar líkur eru sagðar á hækkun stýrivaxta í Bretlandi í nóvember. Þegar Englandsbanki ákvað að halda stýrivöxtum óbreyttum fyrr í mánuðinum í 4,75 prósentum voru sjö meðlimir peningamálanefndar fylgjandi óbreyttum vöxtum en tveir á móti. Þeir studdu 25 punkta hækkun.

Hagnaður Yahoo minnkar

Hagnaður bandaríska netfyrirtækisins Yahoo á þriðja fjórðungi ársins nam 159 milljónum bandaríkjadala, jafnvirði 10,9 milljarða íslenskra króna. Þetta er 38 prósenta samdráttur á milli ára og segja forsvarsmenn fyrirtækisins afkomuna óásættanlega.

Auðjöfur kaupir í Aer Lingus

Írski auðjöfurinn Denis O'Brien hefur keypt 2,1 prósents hlut í írska flugfélaginu Aer Lingus. O'Brien segir kaupin gerð til að koma í veg fyrir óvinveitta yfirtöku Ryanair á flugfélaginu.

Færeyskir sjóðir stórir í SPRON

Viðskipti voru með stofnfjárbréf í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) í síðustu viku fyrir um 28 milljónir króna að markaðsvirði á genginu 4,0 og var gengið að þeim öllum.

Samdráttur í nýskráningum

Nýskráningar bifreiða í Evrópu drógust saman um 2,6 prósent í september frá sama mánuði í fyrra, samkvæmt upplýsingum frá samtökum evrópskra bílaframleiðenda, sem birtar voru í síðustu viku.

Bresk netveðmál bönnuð vestanhafs

Breska veðbankafyrirtækið Sportingbet, sem gerir netverjum kleift að leggja peninga undir ýmiss konar leiki, seldi um helgina starfsemi sína í Bandaríkjunum fyrir einn dal, jafnvirði rétt rúmra 68 íslenskra króna.

Sjá næstu 50 fréttir