Fleiri fréttir

Verðbólga eykst í Bretlandi

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,1 prósentustig í Bretlandi í ágúst og mælist verðbólga í landinu 2,5 prósent. Þetta er fjórði mánuðirinn í röð sem hún stendur yfir 2 prósenta verðbólgumarkmiðum Englandsbanka.

Olíuverð undir 64 dölum

Verð á hráolíu fór niður fyrir 64 bandaríkjadali á tunnu í dag í kjölfar þess að OPEC, samtök olíuútflutningsríkja, ákváðu að gera engar breytingar á olíuframleiðslu sinni að loknum fundi samtakanna í dag.Verðið hefur ekki verið lægra síðan í mars á þessu ári.

Skattasátt hjá GlaxoSmithKline

Sátt náðist á milli bandaríska skattsins og bandarískrar deildar breska lyfjafyrirtækisins GlaxoSmithKline Holdings um ógreidda álagningu á lyf fyrirtækisins og skattgreiðslur á árunum 1998 til 2005. Í sáttinni felst að lyfjafyrirtækið mun greiða 3,4 milljarða bandaríkjadali eða jafnvirði 244 milljarða íslenskar krónur til bandaríska ríkisins Þetta er stærsta skattamál í bandaríski dómssögu.

Nasdaq horfir til OMX

Viðræður eru sagðar hafnar um hugsanleg kaup bandaríska verðbréfamarkaðarins Nasdaq á OMX markaðnum, sem rekur kauphallir í Stokkhólmi, Helsinki, Kaupmannahöfn og í Eystrasaltslöndunum.

Verðbólga lækkar í Noregi

Verðbólga lækkaði um 0,4 prósentustig í ágúst og mældist 1,9 prósent á ársgrundvelli. Þetta kom nokkuð á óvart en sérfræðingar spáði óbreyttri verðbólgu á milli mánaða. Til samanburðar lækkaði verðbólgan um 0,6 prósent í júlí en lækkunin má einkum skýra með verðlækkun á fatnaði og símaþjónustu í Noregi.

Olíuverð undir 65 dölum

Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór niður fyrir 65 bandaríkjadali á tunnu á markaði í Lundúnum í Bretlandi í dag í kjölfar árangursríkrar niðurstöðu af viðræðum Írana og Evrópusambandsins í Vín í Austurríki í gær sem koma eiga í veg fyrir refsiaðgerðir Sameinuðu þjóðanna gegn Írönum. Verðið hefur ekki verið lægra síðan í mars.

1,3 prósent verðbólga í Kína

Verðbólga hækkaði um 0,3 prósentustig á milli mánaða í Kína og mældist 1,3 prósent á ársgrundvelli í ágúst, samkvæmt útreikningum hagstofu landsins. Greiningaraðilar segja bjuggust almennt við þessum niðurstöðum og segja verðbólguþróun í takt við væntingar.

Engin breyting á olíuframleiðslu

Sérfræðingar segja ekki líkur á að OPEC, samtök olíuframleiðsluríkja, geri miklar breytingar á olíuframleiðslu sinni þrátt fyrir að hætta sé á að hátt olíuverð geti dregið úr hagvexti. OPEC fundar um málið í næstu viku.

Óbreyttir stýrivextir í Japan

Seðlabanki Japans hefur ákveðið að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum í 0,25 prósentum. Almennt var búist við þessari ákvörðun en stýrivextir í landinu voru hækkaði um 25 punkta í júlí eftir sex ára viðvarandi núllvaxtastefnu.

Verðlækkun á hráolíu

Verð á hráolíu lækkaði lítillega á markaði í Bandaríkjunum í dag þrátt fyrir að olíubirgðir landinu hafi dregist saman á milli vikna. Verðið hefur lækkað um 12 prósent undanfarna mánuði en verðið á hráolíu nú hefur ekki verið lægra síðan í byrjun apríl.

Byggingakostnaður DR fór langt fram úr áætlun

Kostnaður við byggingu nýs húss danska ríkisútvarpsins (DR) í Ørestaden í Kaupmannahöfn hefur farið 600 milljónir danskra króna eða tæplega 7,2 milljarða íslenskra króna fram úr kostnaðaráætlun. Fjármálastjóri útvarpsins sagði af sér í dag vegna málsins.

Óbreyttir stýrivextir í Bretlandi

Stjórn Englandsbanka ákvað að loknum vaxtaákvörðunarfundi sínum í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í Bretlandi en þeir standa í 4,75 prósentum. Í rökstuðningi stjórnarinnar fyrir ákvörðuninni segir að þrátt fyrir hættu á aukinni verðbólgu þá hafi verð á helstu vöruflokkum, þar á meðal olíu, lækkað nokkuð síðustu vikurnar.

Lítil hækkun á olíuverði

Verð á hráolíu hækkaði lítillega á helstu mörkuðum í dag eftir lækkanir í fyrstu viðskiptum dagsins. Lægst fór verðið í 67,41 bandaríkjadal á tunnu og hafði ekki verið lægra síðan í byrjun apríl. Sérfræðingar telja líkur á að olíuverðið geti lækkað um allt að 10 dali til viðbótar.

Nýjar höfuðstöðvar DR of dýrar

Kostnaður við byggingu nýrra höfuðstöðva danska ríkisútvarpsins (DR) við Ørestaden í Kaupmannahöfn hefur farið 500 milljónir danskra króna, eða tæpa 6 milljarða íslenskar krónur, fram úr áætlun. Fyrirhugað er að flytja alla starfsemi útvarpsins í húsið í desember á þessu ári.

Búist við óbreyttum stýrivöxtum

Stjórn Englandsbanka ákveður stýrivaxtastig í Bretlandi að loknum fundi sínum fyrir hádegi í dag. Stýrivextirnir standa nú í 4,75 prósentum. Greiningaraðilar búast almennt við óbreyttum vöxtum nú en hækkun síðar á árinu, jafnvel í nóvember.

BAE selur hlutina í Airbus

Stjórn breska félagsins British Aerospace (BAE) hefur samþykkt að selja 20 prósenta hlut sinn í evrópska flugvélaframleiðandanum Airbus til fransk-þýska félagsins EADS, stærsta hluthafa í Airbus, sem á 80 prósent hlutafjár fyrir. Kaupverð er talið nema 2,75 milljörðum evra eða tæplega 245 milljörðum íslenskra króna.

Góður hagnaður hjá Heineken

Hollenski bjórframleiðandinn Heineken greindi frá því í dag að hagnaður fyrirtækisins hefði numið 433 milljónir evra eða 38,5 milljörðum íslenskra króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er 25 prósenta auking á milli ára.

ESB hækkar hagvaxtarspá

Evrópusambandið (ESB) hækkaði hagvaxtarspá sína fyrir sambandið í dag. Reiknað er með 2,7 prósenta hagvexti innan ESB á árinu og 2,5 prósenta hagvexti á evrusvæðinu en það er 0,4 prósentustiga hækkun frá fyrri spá. Verði þetta raunin hefur hagvöxtur aldrei verið meiri á evrusvæðinu.

Olíufundur lækkar olíuverð

Verð á hráolíu lækkaði í rafrænum viðskiptum á helstu mörkuðum í dag og fór undir 68 dali á tunnu. Helsta ástæða lækkunarinnar er tilkynning frá þremur olíufyrirtækjum í gær að tilraunaboranir á djúpsævi við Mexíkóflóa hafi skilað góðum árangri. Sérfræðingar þetta stærsta olíufund í mannsaldur.

Þýsk risaútgáfa seld til Frakklands

Þýska fjölmiðlasamsteypan Bertelsmann hefur samþykkt að selja tónlistarútgáfuarm fyrirtækisins, BMG Music Publishing Group, til útgáfufyrirtækisins Universal Music, dótturfélags frönsku fjölmiðlasamstæðunnar Vivendi. Universal Music greiðir 1,63 milljarða evrur, jafnvirði 144,7 milljarða króna, fyrir útgáfufyrirtækið.

Lokað á fjölmiðlakóng

Dómstóll í Kanada úrskurðaði í síðustu viku að öll viðskipti með eignir Conrads Black, fyrrum forstjóra kana­dísku fjölmiðlasamsteypunnar Hollinger International, sem eitt sinn var þriðja stærsta fjölmiðlaveldi heims, skyldu stöðvuð á heimsvísu.

Ford íhugar sölu dótturfélaga

Forsvarsmenn bandaríska bílaframleiðandans Ford opinberuðu í síðustu viku áætlanir þess efnis að selja framleiðslu Aston Martin sportbílsins, sem framleiddur er í Bretlandi. Ford keypti 75 prósenta hlut í Aston Martin árið 1987 en lauk kaupum á öllu hlutafé í fyrirtækinu sjö árum síðar.

Refsiaðgerðir gegn Írönum skaða Dani

Danir fluttu síðustu tólf mánuði út vörur til Íran fyrir tæpa 1,2 milljarða danskra króna. Útflutningur héðan til Íran hefur margfaldast síðustu ár. Útflutningur á dönskum vörum til Íran hefur aukist nokkuð síðastliðin ár og eru Danir skiljanlega uggandi um hag sinn vegna yfirvofandi refsiaðgerða Sameinuðu þjóðanna (SÞ) gegn Írönum.

Japanar og Íranar semja um olíu

Stjórnvöld í Íran og japanska fyrirtækið Inpex, sem er í meirihlutaeigu japanska ríkisins, eru sögð vera nálægt því að ljúka samningum um sameiginlega olíuvinnslu í Azadeganhéraði í suðvesturhluta Írans en það mun vera eitt stærsta ónýtta olíuvinnslusvæði í heimi.

Nýr yfir­maður Vodafone í Evrópu

Vittorio Colao hefur verið ráðinn yfirmaður farsímarisans Vodafone í Evrópu og mun hefja störf í október. Colao tekur við af Bill Morrow, fyrrum yfirmanni Vodafone í Evrópu, sem lét af skyndilega af störfum hjá farsímarisanum af persónulegum ástæðum í júlí.

Nýr yfirmaður Vodafone í Evrópu

Vittorio Colao hefur verið ráðinn sem nýr yfirmaður farsímarisans Vodafone í Evrópu. Hann hefur störf í október. Colao tekur við að Bill Morrow, fyrrum yfirmanni Vodafone, sem lét af skyndilega af störfum hjá farsímarisanum af persónulegum ástæðum í júlí.

Spá minni hagvexti í Brasilíu

Hagfræðingar á vegum Seðlabanka Brasilíu reikna með 3,2 prósenta hagvexti í landinu á þessu ári í endurskoðaðri hagvaxtarspá sinni. Minni hagvöxtur í Brasilíu skrifast á HM í Þýskalandi en fjölmörg fyrirtæki gáfu starfsmönnum sínum frí til að fylgjast með leikjum landsliðsins.

Olían lækkar í verði

Verð á hráolíu lækkaði nokkuð í framvirkum samningum í dag og fór niður fyrir 69 bandaríkjadali á tunnu á helstu fjármálamörkuðum. Verðið hefur ekki verið lægra síðastliðnar 10 vikur. Helsta ástæðan eru færri og minni fellibyljir á yfirstandandi tímabili við Bandaríkin og auknar olíubirgðir þar í landi.

Risaþotan loksins komin í loftið

A380 risaþota frá samevrópsku flugvélasmiðjunni Airbus fór í loftið frá flugvelli í Toulouse í Frakklandi dag. Þetta var fyrsta tilraunaflug vélarinnar af fjórum í vikunni með áhöfn og farþega innanborðs. Flugið tekur sjö klukkustundir en farþegarnir, sem voru allir starfsmenn Airbus, munu gera prófanir á vélinni, sem er ein þeirra stærstu í heimi.

Olíuverð hækkaði lítillega

Verð á hráolíu hækkaði lítillega í framvirkum samningum á nokkrum helstu mörkuðum í dag eftir snarpar lækkanir í síðustu viku.

FlyMe kaupir Astreus í Bretlandi

Norræna lággjaldaflugfélagið FlyMe, sem Pálmi Haraldsson í Fons á stærstan hluta í, hefur keypt fimmtíu og eins prósents hlut í breska leiguflugfélaginu Astreus.

Góður hagvöxtur innan ESB

Hagvöxtur aðildarríkja Evrópusambandsins (ESB) jókst um 0,9 prósent á öðrum ársfjórðungi sem er 0,1 prósentustigi meira en í fjórðungnum á undan. Hagvöxturinn, sem nemur 2,8 prósentum á ársgrundvelli, var meiri en í Bandaríkjunum og Japan.

Atvinnuleysi minnkar á evrusvæðinu

Atvinnuleysi mældist 7,8 prósent í aðildarríkjum myntbandalags Evrópusambandsins (ESB) í júlí, samkvæmt útreikningum Eurostat, hagstofu ESB. Þetta er 0,8 prósentustiga samdráttur á milli mánaða. Á sama tíma mældist 8,0 prósenta atvinnuleysi innan aðildarríkja ESB og helst það óbreytt á milli mánaða. Á sama tíma fyrir ári mældist hins vegar 8,7 prósenta atvinnuleysi í aðildarríkjum ESB.

Ford selur Aston Martin

Forsvarsmenn bandaríska bílaframleiðandans Ford opinberuðu í gær áætlanir þess efnis að selja hugsanlega hluta af framleiðslulínu og vörumerki Aston Martin sportbílsins. Aston Martin bílar eru í dýrari kantinum en 1.700 manns vinna við framleiðslu hans í Buckinhamshire í Bretlandi.

Sjá næstu 50 fréttir