Fleiri fréttir Neysla jókst í Bandaríkjunum Neysla jókst um 0,8 prósent í júlí og hefur aukningin ekki verið jafn mikil á árinu. Greiningaraðilar segja vöxt neyslunnar bera merki um hægari lendingu á efnahagslífinu en óttast hafði verið. Verðbólga er hins vegar vandamál, að mati viðskiptaráðuneytis Bandaríkjanna. 31.8.2006 14:39 Óbreyttir stýrivextir á evrusvæðinu Evrópski seðlabankinn ákvað að loknum vaxtaákvörðunarfundi sínum í dag að halda stýrivöxtum á evrusvæðinu óbreyttum í þremur prósentum. Greiningaraðilar telja líkur á að bankinn hækki vextina hins vegar í október. 31.8.2006 12:31 Minni verðbólga á evrusvæðinu Verðbólga mældist 2,3 prósent á evrusvæðinu í þessum mánuði sem er 0,1 prósenti minna en mældist í síðasta mánuði, samkvæmt útreikningum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins (ESB). Greiningaraðilar segja þetta þrýsta á um að evrópski seðlabankinn haldi stýrivöxtum óbreyttum. 31.8.2006 10:45 Olía hækkar í verði Hráolíuverð hækkaði lítillega á helstu mörkuðum vegna ótta við hugsanlegan samdrátt í olíuframleiðslu Írana. Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) gáfu Írönum frest fram til dagsins í dag til að hætta auðgun úrans og er að margra mati útlit fyrir að SÞ grípi til refsiaðgerða gegn Írönum. 31.8.2006 10:33 Hagvöxtur vestra undir væntingum Hagvöxtur jókst um 2,9 prósent á öðrum ársfjórðungi í Bandaríkjunum. Þótt vöxturinn sé hraður er hann engu að síður undir væntingum. Margir telja að stýrivextir verði ekki hækkaðir vestra í næsta mánuði. 30.8.2006 13:16 Verðmiði kominn á Windows Vista Bandaríska netverslunin Amazon.com verðleggur Windows Vista, nýjasta stýrikerfi hugbúnaðarrisans Microsoft, á allt frá 399 til 199 bandaríkjadölum, jafnvirði tæplega 30.000 króna. Verðmiði hefur ekki áður verið á stýrikerfinu sem ekki enn er komið út en búast má við að stýrikerfið verði nokkuð dýrara komið hingað til lands með álögðum kostnaði. 30.8.2006 12:06 Svíar hækka stýrivexti Riksbank, Seðlabanki Svíþjóðar, hækkaði stýrivexti sína um 25 punkta í dag og standa vextir bankans í 2,5 prósentum. Í rökstuðningi bankastjórnarinnar segir að hagvöxtur í Svíþjóð hafi vaxið umfram væntingar og sé verðbólga meiri en búast hafi verið við. 30.8.2006 10:40 Olíuverð hækkaði lítillega Olíuverð hækkaði lítillega á helstu mörkuðum í dag og fór yfir 70 bandaríkjadali á tunnu á ný eftir snarpar lækkanir síðustu tvo daga. Vikulegar upplýsingar um olíubirgðir í Bandaríkjunum verða birtar í dag og bíða fjárfestar eftir þeim. 30.8.2006 10:31 Hráolíuverð undir 70 dölum Olíuverð fór niður fyrir 70 dala markið á helstu fjármálamörkuðum í dag í kjölfar þess að ljóst þykir að hitabeltisstormurinn Ernesto fer framhjá olíuborpöllum við Mexíkóflóa. Þetta er annar dagurinn í röð sem olíuverð lækkar. 29.8.2006 15:16 Atvinnuleysi minnkar í Japan Atvinnuleysi dróst saman um 0,1 prósentustig í Japan í júlí. Það mælist nú 4,1 prósent og spá greiningaraðilar áframhaldandi efnahagsbata í landinu. Atvinnuleysi í Japan hefur minnkað jafnt og þétt 15 mánuði í röð. 29.8.2006 09:07 Olíuverð lækkar frekar Heimsmarkaðsverð lækkaði um 2 bandaríkjadali og fór niður fyrir 71 dal á helstu mörkuðum í dag í kjölfar fregna þess efnis að hitabeltisstormurinn Ernesto, sem nú nálgast suðurströnd Bandaríkjanna, fari framhjá olíuborpöllum við Mexíkóflóa. 28.8.2006 16:04 Kaupa mexíkóskt tekílafyrirtæki Bandaríska áfengisfyrirtækið Brown-Forman, sem meðal annars framleiðir Jack Daniel's viskíið og líkjöra á borð við Southern Comfort, greindi frá því í dag að það hefði keypt mexíkóska tekílaframleiðandann Grupo Industrial Herradura fyrir 876 milljónir dala, jafnvirði rúmra 61,3 milljarða íslenskra króna. 28.8.2006 15:46 Amazon.com kaupir eigin bréf Stjórn bandarísku netverslunarinnar Amazon.com hefur gefið heimild fyrir því að kaupa aftur eigin bréf í félaginu fyrir hálfan milljarða bandaríkjadala, jafnvirði 35 milljarða íslenskra króna, á næstu tveimur árum. 28.8.2006 13:23 Hlutabréf lækkuðu í Evrópu Gengi hlutabréfa lækkaði lítillega á evrópskum hlutabréfamörkuðum í dag þrátt fyrir lækkun á olíuverði en lækkunin hafði áhrif á gengi olíufélaga. Þá lækkaði gengi bandaríkjadals sömuleiðis gagnvart evru. Þá lækkaði gengi Banca Intesa og Sanpaolo IMI, sem munu renna saman í einn, um tæp 2 prósent. 28.8.2006 11:54 Hlutabréf lækkuðu í Japan Gengi hlutabréfa lækkaði um rúmt prósent í kauphöllinni í Tókýó í Japan í dag. Þetta er fjórða lækkunin á jafn mörgum dögum og hefur hlutabréfavísitalan ekki verið lægri í landinu í hálfan mánuð. 28.8.2006 10:23 Olíuverð niður um rúman dal Hráolíuverð lækkaði um rúman bandaríkjadal á helstu mörkuðum í dag í kjölfar þess að fellibylurinn Ernesto, sem er yfir karabíska hafinu, var lækkaður niður í hitabeltisstorm. Olíufyrirtæki hafa engu að síður sent starfsmenn sína á brott frá olíuborpöllum við Mexíkóflóa í varúðarskyni. 28.8.2006 09:20 Risasamruni á Ítalíu Hluthafar ítölsku bankanna Banca Intesa og Sanpaolo hafa samþykkt samruna tveggja af stærstu bönkum landsins. Með samrunanum verður til stærsti banki Ítalíu og 10. stærsti banki í Evrópu með markaðsvirði uppá 55 milljarða evrur, jafnvirði rúmlega 4.900 milljarða íslenskra króna. 25.8.2006 15:18 Olíuverð hækkaði um rúman dal Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði um rúman Bandaríkjadal á helstu mörkuðum í dag vegna hættu á að hitabeltisstormar á Karabíska hafinu geti spillt fyrir olíuframleiðslu við Mexíkóflóa og óttast fjárfesta við að Íranar muni draga úr útflutningi á olíu verði viðskiptabann sett á landið vegna kjarnorkuáætlunar stjórnvalda. 25.8.2006 13:08 Ryanair gegn breska ríkinu Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair ætlar að höfða mál gegn breska ríkinu og krefjast 3,3 milljóna punda, jafnvirði 438 milljóna íslenskra króna, í skaðabætur vegna tafa á flugleiðum og óþæginda fyrir farþega vegna hertra flugöryggisreglna sem koma á í veg fyrir hryðjuverk í flugvélum. 25.8.2006 12:45 Tilboð lagt fram í HoF Fjárfestahópur, sem meðal annars er skipaður Baugi og FL Group, hefur lagt fram yfirtökutilboð í House of Fraser, eina þekktustu verslunarkeðju Bretlands fyrir 60 milljarða. Baugur og FL taka samanlagt helmingshlut. 25.8.2006 00:01 Uppfærð hagvaxtarspá fyrir Þýskaland Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) hefur uppfært hagvaxtarspá sína fyrir Þýskaland. IMF spáði 1,3 prósenta hagvexti í landinu á þessu ári en býst nú við 2 prósenta hagvexti á árinu. 24.8.2006 15:53 Óvænt uppsögn hjá McDonald's Mike Roberts, einn af æðstu stjórnendum skyndibitakeðjunnar McDonald's, sagði upp störfum í gær. Uppsögnin kemur talsvert á óvart en gert var ráð fyrir að Roberts yrði næsti forstjóri keðjunnar. 24.8.2006 10:33 Slá stóru dönsku bönkunum við Litlir bankar í Danmörku vaxa hraðar en þeir stóru og stela frá þeim kúnnum. 24.8.2006 06:30 Olíuverð lækkaði um rúman dal Hráolíuverð lækkaði talsvert síðla dags í kjölfar þess að vikulegar upplýsingar bandaríska orkumálaráðuneytisins benda til að umframbirgðir af olíu hafi aukist á milli vikna. Þá lækkaði olíuverðið fyrr í dag vegna vilja stjórnvalda í Íran til að hefja formlegar viðræður við Sameinuðu þjóðirnar um kjarnorkuáætlun sína. 23.8.2006 15:49 Olíuverð lækkar vegna viðbragða Írana Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði lítillega á helstu mörkuðum í dag í kjölfar frétta þess efnis að stjórnvöld í Íran væru reiðubúin til viðræðna um kjarnorkuáætlun sína. Íranar eiga yfir höfði sér viðskiptabann hætti þeir ekki auðgun úrans fyrir ágústlok. 23.8.2006 10:58 Góð afkoma hjá Nestlé Svissneski matvælaframleiðandinn Nestlé sklaði rúmum 4,1 milljarði svissneskra franka, jafnvirði tæpra 239 milljarða íslenskra króna, í hagnað á fyrstu sex mánuðum ársins. Aukningin nemur 11,4 prósentum sem er í takt við væntingar greiningaraðila. 23.8.2006 10:53 Oftast kvartað yfir Ryanair Neytendasamtökum Evrópu bárust tæplega 400 kvartanir vegna írskra flugfélaga á fyrstu sex mánuðum ársins. Flestar kvartanir bárust frá farþegum sem flugu með lággjaldaflugfélaginu Ryanair en 133 farþegar fundu eitt og annað að starfsemi þess. 23.8.2006 07:45 Góður hagnaður Wembleysmiða Hagnaður ástralska verktakafyrirtækisins Multiplex nam 216,8 milljónum ástralskra dala, jafnvirði 11,5 milljarða íslenskra króna, á fyrri helmingi árs. Um er að ræða tvöföldun á hagnaði á milli ára. 23.8.2006 07:45 Sony og Dell vissu um rafhlöðugalla Dell og Sony halda áfram samstarfi þrátt fyrir að kostnaður við innköllun nemi milljörðum króna. 23.8.2006 07:45 Ofmátu afkomu Bang & Olufsen Hagnaður danska raftækjaframleiðandans Bang & Olufsen nam 431 milljón danskra króna eða jafnvirði rúmra 5,2 milljarða íslenskra króna fyrir skatta á síðasta ári. Danska dagblaðið Börsen segir hagnaðinn nítján milljónum dönskum krónum, eða rétt rúmum 230 milljónum íslenskum krónum, minni en greiningaraðilar höfðu spáð. Afkoman er í takt við væntingar fyrirtækisins. 23.8.2006 07:30 Ferðalangur stóðst ekki læknisskoðun Japanski kaupsýslumaðurinn Daisuke Enomoto, sem keypti sér farmiða í vor með rússneska geimfarinu Soyuz og stefndi að því að verða fjórði einstaklingurinn til að dvelja í tíu daga í alþjóðlegu geimstöðinni, stóðst ekki læknisskoðun um helgina og fær þar af leiðandi ekki að uppfylla draum sinn. 23.8.2006 07:15 Endurfjármögnun fyrir næsta ár er langt komin Viðskiptabankarnir þrír virðast hafa greiðan aðgang að lánsfjármagni. Talsverð eftirspurn er eftir skuldabréfum bankanna enda vaxtaálag enn hátt. 23.8.2006 07:15 Dýrir farsímar seljast vel í Danmörku Demantsskreyttir og gullhúðaðir farsímar frá Nokia eru uppseldir í Danmörku. 23.8.2006 06:45 Lífeyrissjóðirnir bættir vestra George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, undirritaði ný lög í Hvíta húsinu í Washington í Bandaríkjunum á fimmtudag í síðustu viku sem eiga að skikka bandarísk fyrirtæki til að tryggja lífeyrisgreiðslur til starfsmanna sinna. 23.8.2006 06:30 Álrisi í fæðingu? Stjórnendur rússneska álfyrirtækisins Sual neita fréttum þess efnis að fyrirtækið ætli að sameinast keppinaut sínum og samlanda, Rusal í október. Ef af samruna fyrirtækjanna verður mun bandaríski álrisinn Alcoa, sem nú um stundir er stærsti álframleiðandi í heimi, verða sá næststærsti á eftir sameinuðu fyrirtæki Sual og Rusal. 23.8.2006 06:30 Þjóðverjar svartsýnir Væntingavísitalan í Þýskalandi féll um 20,7 punkta frá júlí og mælist mínus 5,6 stig í þessum mánuði. Vísitalan hefur ekki verið lægri í fimm ár og benda niðurstöðurnar til að Þjóðverjar séu svartsýnni nú en áður um horfur í efnahagsmálum. 22.8.2006 17:03 Ánægður með hagvöxt í Frakklandi Hagvöxtur í Frakklandi jókst um 1,1 prósent í júní. Landsframleiðsa jókst um 0,5 prósent á fyrsta ársfjórðungi og er búist við að framleiðslan aukist um 1,9 prósent á árinu. Thierry Breton, fjármálaráðherra landsins, er hæstánægður með aukninguna, sem er sú mesta í 20 ár. 22.8.2006 09:44 Olíuverð hækkaði um dal Hráolíuverð hækkað að jafnaði um einn bandaríkjadal á helstu mörkuðum í dag. Helsta ástæðan er sögð vera tilraunaskot Írana með skammdræga eldflaug á laugardag. 21.8.2006 10:54 Methækkun á evrusvæðinu Landsframleiðsla jókst um 0,7 prósent á öðrum ársfjórðungi innan aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). Þetta er 0,3 prósentustigum minni hækkun en á fyrsta ársfjórðungi 2006, samkvæmt bráðabirgðaútreikningum OECD. Landsframleiðsla á evrusvæðinu hefur ekki verið meiri í sex ár. 21.8.2006 10:00 Kínverjar hækka stýrivexti 18.8.2006 11:27 Slæm afkoma Gap 18.8.2006 10:19 Verðbólga lækkar á evrusvæðinu Verðbólga á evrusvæðinu mældist 2,4 prósent í júlímánuði, sem er 0,1 prósentustiga lækkun frá fyrri mánuði. Hagfræðingar segja lækkunina þó líklega ekki koma í veg fyrir að evrópski seðlabankinn hækki stýrivexti í október. 18.8.2006 09:41 Afkoma Sears yfir væntingum Eignarhaldsfélagið Sears Holding, sem rekur þriðju stærstu smávörukeðju Bandaríkjanna, hagnaðist um 294 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 20,3 milljarða íslenskra króna, á öðrum ársfjórðungi. Þetta er 83 prósenta aukning á milli ára og langt umfram væntingar fjármálasérfræðinga. 17.8.2006 16:40 Indverjar bora eftir olíu í Afríku Stjórnvöld á Indlandi hafa hug á að verja sem nemur 1 milljarði bandaríkjadala eða rúmum 69 milljörðum íslenskra króna í olíuleit-, vinnslu og námagröft á Fílabeinsströndinni á vesturströnd Afríku á næstu fimm árum. 17.8.2006 14:52 Snörp lækkun á olíuverði Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði fjórða daginn í röð í fyrstu viðskiptum dagsins á helstu fjármálamörkuðum og hefur verðið ekki verið lægra í tæpa tvo mánuði. 17.8.2006 10:45 Sjá næstu 50 fréttir
Neysla jókst í Bandaríkjunum Neysla jókst um 0,8 prósent í júlí og hefur aukningin ekki verið jafn mikil á árinu. Greiningaraðilar segja vöxt neyslunnar bera merki um hægari lendingu á efnahagslífinu en óttast hafði verið. Verðbólga er hins vegar vandamál, að mati viðskiptaráðuneytis Bandaríkjanna. 31.8.2006 14:39
Óbreyttir stýrivextir á evrusvæðinu Evrópski seðlabankinn ákvað að loknum vaxtaákvörðunarfundi sínum í dag að halda stýrivöxtum á evrusvæðinu óbreyttum í þremur prósentum. Greiningaraðilar telja líkur á að bankinn hækki vextina hins vegar í október. 31.8.2006 12:31
Minni verðbólga á evrusvæðinu Verðbólga mældist 2,3 prósent á evrusvæðinu í þessum mánuði sem er 0,1 prósenti minna en mældist í síðasta mánuði, samkvæmt útreikningum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins (ESB). Greiningaraðilar segja þetta þrýsta á um að evrópski seðlabankinn haldi stýrivöxtum óbreyttum. 31.8.2006 10:45
Olía hækkar í verði Hráolíuverð hækkaði lítillega á helstu mörkuðum vegna ótta við hugsanlegan samdrátt í olíuframleiðslu Írana. Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) gáfu Írönum frest fram til dagsins í dag til að hætta auðgun úrans og er að margra mati útlit fyrir að SÞ grípi til refsiaðgerða gegn Írönum. 31.8.2006 10:33
Hagvöxtur vestra undir væntingum Hagvöxtur jókst um 2,9 prósent á öðrum ársfjórðungi í Bandaríkjunum. Þótt vöxturinn sé hraður er hann engu að síður undir væntingum. Margir telja að stýrivextir verði ekki hækkaðir vestra í næsta mánuði. 30.8.2006 13:16
Verðmiði kominn á Windows Vista Bandaríska netverslunin Amazon.com verðleggur Windows Vista, nýjasta stýrikerfi hugbúnaðarrisans Microsoft, á allt frá 399 til 199 bandaríkjadölum, jafnvirði tæplega 30.000 króna. Verðmiði hefur ekki áður verið á stýrikerfinu sem ekki enn er komið út en búast má við að stýrikerfið verði nokkuð dýrara komið hingað til lands með álögðum kostnaði. 30.8.2006 12:06
Svíar hækka stýrivexti Riksbank, Seðlabanki Svíþjóðar, hækkaði stýrivexti sína um 25 punkta í dag og standa vextir bankans í 2,5 prósentum. Í rökstuðningi bankastjórnarinnar segir að hagvöxtur í Svíþjóð hafi vaxið umfram væntingar og sé verðbólga meiri en búast hafi verið við. 30.8.2006 10:40
Olíuverð hækkaði lítillega Olíuverð hækkaði lítillega á helstu mörkuðum í dag og fór yfir 70 bandaríkjadali á tunnu á ný eftir snarpar lækkanir síðustu tvo daga. Vikulegar upplýsingar um olíubirgðir í Bandaríkjunum verða birtar í dag og bíða fjárfestar eftir þeim. 30.8.2006 10:31
Hráolíuverð undir 70 dölum Olíuverð fór niður fyrir 70 dala markið á helstu fjármálamörkuðum í dag í kjölfar þess að ljóst þykir að hitabeltisstormurinn Ernesto fer framhjá olíuborpöllum við Mexíkóflóa. Þetta er annar dagurinn í röð sem olíuverð lækkar. 29.8.2006 15:16
Atvinnuleysi minnkar í Japan Atvinnuleysi dróst saman um 0,1 prósentustig í Japan í júlí. Það mælist nú 4,1 prósent og spá greiningaraðilar áframhaldandi efnahagsbata í landinu. Atvinnuleysi í Japan hefur minnkað jafnt og þétt 15 mánuði í röð. 29.8.2006 09:07
Olíuverð lækkar frekar Heimsmarkaðsverð lækkaði um 2 bandaríkjadali og fór niður fyrir 71 dal á helstu mörkuðum í dag í kjölfar fregna þess efnis að hitabeltisstormurinn Ernesto, sem nú nálgast suðurströnd Bandaríkjanna, fari framhjá olíuborpöllum við Mexíkóflóa. 28.8.2006 16:04
Kaupa mexíkóskt tekílafyrirtæki Bandaríska áfengisfyrirtækið Brown-Forman, sem meðal annars framleiðir Jack Daniel's viskíið og líkjöra á borð við Southern Comfort, greindi frá því í dag að það hefði keypt mexíkóska tekílaframleiðandann Grupo Industrial Herradura fyrir 876 milljónir dala, jafnvirði rúmra 61,3 milljarða íslenskra króna. 28.8.2006 15:46
Amazon.com kaupir eigin bréf Stjórn bandarísku netverslunarinnar Amazon.com hefur gefið heimild fyrir því að kaupa aftur eigin bréf í félaginu fyrir hálfan milljarða bandaríkjadala, jafnvirði 35 milljarða íslenskra króna, á næstu tveimur árum. 28.8.2006 13:23
Hlutabréf lækkuðu í Evrópu Gengi hlutabréfa lækkaði lítillega á evrópskum hlutabréfamörkuðum í dag þrátt fyrir lækkun á olíuverði en lækkunin hafði áhrif á gengi olíufélaga. Þá lækkaði gengi bandaríkjadals sömuleiðis gagnvart evru. Þá lækkaði gengi Banca Intesa og Sanpaolo IMI, sem munu renna saman í einn, um tæp 2 prósent. 28.8.2006 11:54
Hlutabréf lækkuðu í Japan Gengi hlutabréfa lækkaði um rúmt prósent í kauphöllinni í Tókýó í Japan í dag. Þetta er fjórða lækkunin á jafn mörgum dögum og hefur hlutabréfavísitalan ekki verið lægri í landinu í hálfan mánuð. 28.8.2006 10:23
Olíuverð niður um rúman dal Hráolíuverð lækkaði um rúman bandaríkjadal á helstu mörkuðum í dag í kjölfar þess að fellibylurinn Ernesto, sem er yfir karabíska hafinu, var lækkaður niður í hitabeltisstorm. Olíufyrirtæki hafa engu að síður sent starfsmenn sína á brott frá olíuborpöllum við Mexíkóflóa í varúðarskyni. 28.8.2006 09:20
Risasamruni á Ítalíu Hluthafar ítölsku bankanna Banca Intesa og Sanpaolo hafa samþykkt samruna tveggja af stærstu bönkum landsins. Með samrunanum verður til stærsti banki Ítalíu og 10. stærsti banki í Evrópu með markaðsvirði uppá 55 milljarða evrur, jafnvirði rúmlega 4.900 milljarða íslenskra króna. 25.8.2006 15:18
Olíuverð hækkaði um rúman dal Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði um rúman Bandaríkjadal á helstu mörkuðum í dag vegna hættu á að hitabeltisstormar á Karabíska hafinu geti spillt fyrir olíuframleiðslu við Mexíkóflóa og óttast fjárfesta við að Íranar muni draga úr útflutningi á olíu verði viðskiptabann sett á landið vegna kjarnorkuáætlunar stjórnvalda. 25.8.2006 13:08
Ryanair gegn breska ríkinu Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair ætlar að höfða mál gegn breska ríkinu og krefjast 3,3 milljóna punda, jafnvirði 438 milljóna íslenskra króna, í skaðabætur vegna tafa á flugleiðum og óþæginda fyrir farþega vegna hertra flugöryggisreglna sem koma á í veg fyrir hryðjuverk í flugvélum. 25.8.2006 12:45
Tilboð lagt fram í HoF Fjárfestahópur, sem meðal annars er skipaður Baugi og FL Group, hefur lagt fram yfirtökutilboð í House of Fraser, eina þekktustu verslunarkeðju Bretlands fyrir 60 milljarða. Baugur og FL taka samanlagt helmingshlut. 25.8.2006 00:01
Uppfærð hagvaxtarspá fyrir Þýskaland Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) hefur uppfært hagvaxtarspá sína fyrir Þýskaland. IMF spáði 1,3 prósenta hagvexti í landinu á þessu ári en býst nú við 2 prósenta hagvexti á árinu. 24.8.2006 15:53
Óvænt uppsögn hjá McDonald's Mike Roberts, einn af æðstu stjórnendum skyndibitakeðjunnar McDonald's, sagði upp störfum í gær. Uppsögnin kemur talsvert á óvart en gert var ráð fyrir að Roberts yrði næsti forstjóri keðjunnar. 24.8.2006 10:33
Slá stóru dönsku bönkunum við Litlir bankar í Danmörku vaxa hraðar en þeir stóru og stela frá þeim kúnnum. 24.8.2006 06:30
Olíuverð lækkaði um rúman dal Hráolíuverð lækkaði talsvert síðla dags í kjölfar þess að vikulegar upplýsingar bandaríska orkumálaráðuneytisins benda til að umframbirgðir af olíu hafi aukist á milli vikna. Þá lækkaði olíuverðið fyrr í dag vegna vilja stjórnvalda í Íran til að hefja formlegar viðræður við Sameinuðu þjóðirnar um kjarnorkuáætlun sína. 23.8.2006 15:49
Olíuverð lækkar vegna viðbragða Írana Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði lítillega á helstu mörkuðum í dag í kjölfar frétta þess efnis að stjórnvöld í Íran væru reiðubúin til viðræðna um kjarnorkuáætlun sína. Íranar eiga yfir höfði sér viðskiptabann hætti þeir ekki auðgun úrans fyrir ágústlok. 23.8.2006 10:58
Góð afkoma hjá Nestlé Svissneski matvælaframleiðandinn Nestlé sklaði rúmum 4,1 milljarði svissneskra franka, jafnvirði tæpra 239 milljarða íslenskra króna, í hagnað á fyrstu sex mánuðum ársins. Aukningin nemur 11,4 prósentum sem er í takt við væntingar greiningaraðila. 23.8.2006 10:53
Oftast kvartað yfir Ryanair Neytendasamtökum Evrópu bárust tæplega 400 kvartanir vegna írskra flugfélaga á fyrstu sex mánuðum ársins. Flestar kvartanir bárust frá farþegum sem flugu með lággjaldaflugfélaginu Ryanair en 133 farþegar fundu eitt og annað að starfsemi þess. 23.8.2006 07:45
Góður hagnaður Wembleysmiða Hagnaður ástralska verktakafyrirtækisins Multiplex nam 216,8 milljónum ástralskra dala, jafnvirði 11,5 milljarða íslenskra króna, á fyrri helmingi árs. Um er að ræða tvöföldun á hagnaði á milli ára. 23.8.2006 07:45
Sony og Dell vissu um rafhlöðugalla Dell og Sony halda áfram samstarfi þrátt fyrir að kostnaður við innköllun nemi milljörðum króna. 23.8.2006 07:45
Ofmátu afkomu Bang & Olufsen Hagnaður danska raftækjaframleiðandans Bang & Olufsen nam 431 milljón danskra króna eða jafnvirði rúmra 5,2 milljarða íslenskra króna fyrir skatta á síðasta ári. Danska dagblaðið Börsen segir hagnaðinn nítján milljónum dönskum krónum, eða rétt rúmum 230 milljónum íslenskum krónum, minni en greiningaraðilar höfðu spáð. Afkoman er í takt við væntingar fyrirtækisins. 23.8.2006 07:30
Ferðalangur stóðst ekki læknisskoðun Japanski kaupsýslumaðurinn Daisuke Enomoto, sem keypti sér farmiða í vor með rússneska geimfarinu Soyuz og stefndi að því að verða fjórði einstaklingurinn til að dvelja í tíu daga í alþjóðlegu geimstöðinni, stóðst ekki læknisskoðun um helgina og fær þar af leiðandi ekki að uppfylla draum sinn. 23.8.2006 07:15
Endurfjármögnun fyrir næsta ár er langt komin Viðskiptabankarnir þrír virðast hafa greiðan aðgang að lánsfjármagni. Talsverð eftirspurn er eftir skuldabréfum bankanna enda vaxtaálag enn hátt. 23.8.2006 07:15
Dýrir farsímar seljast vel í Danmörku Demantsskreyttir og gullhúðaðir farsímar frá Nokia eru uppseldir í Danmörku. 23.8.2006 06:45
Lífeyrissjóðirnir bættir vestra George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, undirritaði ný lög í Hvíta húsinu í Washington í Bandaríkjunum á fimmtudag í síðustu viku sem eiga að skikka bandarísk fyrirtæki til að tryggja lífeyrisgreiðslur til starfsmanna sinna. 23.8.2006 06:30
Álrisi í fæðingu? Stjórnendur rússneska álfyrirtækisins Sual neita fréttum þess efnis að fyrirtækið ætli að sameinast keppinaut sínum og samlanda, Rusal í október. Ef af samruna fyrirtækjanna verður mun bandaríski álrisinn Alcoa, sem nú um stundir er stærsti álframleiðandi í heimi, verða sá næststærsti á eftir sameinuðu fyrirtæki Sual og Rusal. 23.8.2006 06:30
Þjóðverjar svartsýnir Væntingavísitalan í Þýskalandi féll um 20,7 punkta frá júlí og mælist mínus 5,6 stig í þessum mánuði. Vísitalan hefur ekki verið lægri í fimm ár og benda niðurstöðurnar til að Þjóðverjar séu svartsýnni nú en áður um horfur í efnahagsmálum. 22.8.2006 17:03
Ánægður með hagvöxt í Frakklandi Hagvöxtur í Frakklandi jókst um 1,1 prósent í júní. Landsframleiðsa jókst um 0,5 prósent á fyrsta ársfjórðungi og er búist við að framleiðslan aukist um 1,9 prósent á árinu. Thierry Breton, fjármálaráðherra landsins, er hæstánægður með aukninguna, sem er sú mesta í 20 ár. 22.8.2006 09:44
Olíuverð hækkaði um dal Hráolíuverð hækkað að jafnaði um einn bandaríkjadal á helstu mörkuðum í dag. Helsta ástæðan er sögð vera tilraunaskot Írana með skammdræga eldflaug á laugardag. 21.8.2006 10:54
Methækkun á evrusvæðinu Landsframleiðsla jókst um 0,7 prósent á öðrum ársfjórðungi innan aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). Þetta er 0,3 prósentustigum minni hækkun en á fyrsta ársfjórðungi 2006, samkvæmt bráðabirgðaútreikningum OECD. Landsframleiðsla á evrusvæðinu hefur ekki verið meiri í sex ár. 21.8.2006 10:00
Verðbólga lækkar á evrusvæðinu Verðbólga á evrusvæðinu mældist 2,4 prósent í júlímánuði, sem er 0,1 prósentustiga lækkun frá fyrri mánuði. Hagfræðingar segja lækkunina þó líklega ekki koma í veg fyrir að evrópski seðlabankinn hækki stýrivexti í október. 18.8.2006 09:41
Afkoma Sears yfir væntingum Eignarhaldsfélagið Sears Holding, sem rekur þriðju stærstu smávörukeðju Bandaríkjanna, hagnaðist um 294 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 20,3 milljarða íslenskra króna, á öðrum ársfjórðungi. Þetta er 83 prósenta aukning á milli ára og langt umfram væntingar fjármálasérfræðinga. 17.8.2006 16:40
Indverjar bora eftir olíu í Afríku Stjórnvöld á Indlandi hafa hug á að verja sem nemur 1 milljarði bandaríkjadala eða rúmum 69 milljörðum íslenskra króna í olíuleit-, vinnslu og námagröft á Fílabeinsströndinni á vesturströnd Afríku á næstu fimm árum. 17.8.2006 14:52
Snörp lækkun á olíuverði Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði fjórða daginn í röð í fyrstu viðskiptum dagsins á helstu fjármálamörkuðum og hefur verðið ekki verið lægra í tæpa tvo mánuði. 17.8.2006 10:45